Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 29
ALMANAK 1941
29
Og þó að eg hefða spádóm og vissi alla leynda
hluti og alla skynsemi og hefða alla trú, svo að
eg fjöllin úr stað færði, en hefða ekki kærleikann,
þá væri eg ekkert. Og þó að eg gæfa allar mínar
eigur fátækum og eg yfirgæfa minn líkama svo
að eg brynni, og hefða ekki kærleikann, þá væri
mér það engin nytsemd. Kærleikurinn er þolin-
móður og góðviljaður; kærleikurinn er eigi mein-
bæginn, kærleikurinn gerir ekkert illmannlega;
eigi blæs hann sig upp; eigi stærir hann sig; eigi
leitar hann þess, hvað hans er; eigi verður hann
til ills egndur; hann hugsar ekki vondslegt; eigi
fagnar hann yfir ranglætinu, en fagnar sannleik-
anum. Hann umber alla hluti; hann trúir öllu;
hann vonar alt; hann umlíður alla hluti. Kær-
leikurinn hann doðnar aldrei, þótt spádómurinn
hjaðni og tungumálunum sloti og skynseminni
linni. Því að vorir vitsmunir eru sjónhending og
vorar spásagnir eru sjónhending. En nær það
kemur, sem algert er, þá hjaðnar það, sem sjón-
hending er. Þá eg var barn, talaði eg sem barn
og eg var forsjáll sem barn, og eg hugsaði sem
barn; en þá eg gjörðumst maður, lagða eg af
hvað barnslegt var. Nú sjáu vér fyrir spegilinn,
að ráðgátu, en þá augliti að augliti; nú kenni
eg af sjónhending, en þá man eg kenna svo sem
eg em kendur. Nú blífa þó þessi þrjú: trúin, von-
in, kærleikurinn; en kærleikurinn er mestur af
þessum”.
Sérfróðum mönnum ber einnig saman um
varanleg og víðtæk áhrif þýðingarinnar á ís-
lenzkt kirkjulíf og trúarleg rit. Telur prófessor
Jón Helgason, að með henni hafi verið lögð undir-
staðan undir kirkjulegt bókmál, íslenzkt, en dr.
Nordal gerir frekari grein fyrir áhrifum þýðing-
arinnar á þessa leið: “Þarf eigi annað en minna
á það, að í Guðbrands-biblíu er N. t. Odds endur-