Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 90
90 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
3. og 5. ágúst—íslendingadagarnir að Hnausum
og Gimli vel sóttir að vanda. Um sama leyti eða
áður á sumrinu voru þjóðhátíðar haldnar víðs-
vegar meðal íslendinga í Vesturheimi, svo sem í
Bellingham, Blaine og Seattle, Washington; Van-
couver, B. C.; Spanish Fork, Utah og Wynyard,
Sask.
8. ágúst—Thomas Thorleifson (sonur Gam-
alíels Thorleifson og Katrínar konu hans (d. 1926)
að Garðar, N. Dak.,) hlaut meistara-nafnbót
(Master of Arts) við ríkisháskólann í Norður
Dakota í verzlunar- og hagfræði. Fjallaði ritgerð
hans um skattamál. Hann er nú aðstoðar-pró-
fessor í nefndum fræðum við ríkisháskólann. —
Samdægurs hlaut Beatrice Ellen Stoering menta-
stigið Bachelor of Science in Education; hún er
íslenzk í móðurætt (af Mýrdals-ættinni að Garð-
ar).
Ágúst—Prófessor Skúli Johnson, er verið
hafði aðstoðar-prófessor í klassiskum fræðum við
Manitoba háskólann um langt skeið, skipaður
aðal-prófessor og formaður deildar háskólans í
þeim fræðigreinum.
Ágúst—Dr. Jón A. Bíldfell, er gengt hafði
læknisstörfum í Wynyard, Sask., flytur með
fjölskyldu sinni norður til Baffinlands, þar sem
hann verður umsjónarmaður sjúkrahúss fyrir
hönd Canadastjórnar.
1. sept.—Thor Thors alþingismaður verður
aðalræðismaður íslands í Bandaríkjunum í stað
Vilhjálms Þór, er þá tók við bankastjórastöðu á
íslandi.
1. sept.—Séra Sigurður Ólafsson og f jölskylda
hans heiðruð með afar fjölmenni kveðjusamsæti
í Árborg, Man., í tilefni af burtför þeirra til Sel-
kirk, Man., þar sem séra Sigurður verður nú sókn-