Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 73
ALMANAK 1941
73
isfirði til að fá skip hjá honum til að flytja vör-
urnar þangað, sem þær áttu að fara. Sendi hann
skip sitt “Waagen”; varð það að fara tvær ferðir,
og þó var uppboð á vörum, sem skemst höfðu af af-
leiðingum veðurfarsins. Lá svo skipið þarna yfir
veturinn; keypti svo Thór E. Túliníus skipið þar
sem það stóð, á 1000 kr., af gufuskipafélagi því, er
það var frá.
Sumarið eftir voru sendir tveir menn: Hansen
skipstjóri og Madsen vélmeistari, sem átti að taka
gufuvélina úr skipinu, en skipstjóri átti að vera
umsjónarmaður við að losa það af eyrinni, en
Otto kaupmaður Túliníus átti að útvega mann-
hjálp, og annað, sem þyrfti þessu til aðstoðar.
Þarna unnu stundum um 30 manns um sumarið.
Er vélin var komin úr því, var farið að losa það
með svokölluðu gangspili (vindu), sem var fest
í sandinn; lágu vírkaðlar frá því að akkerisvél
skipsins. Um háflæði var svo gengið á spilið, og
fór svo að lokum, að skipið fór að smámjakast af
eyrinn, unz það losnaði um haustið.
Skipstjóri og vélstjóri borðuðu ætíð í landi,
varð að flytja þá daglega til máltíða, en verka-
menn höfðu sinn mat með sér og borðuðu á
skipinu. Um einn slíkan matmálstíma heyrðist
hljóð mikið og virtist það koma úr einu lestarúm-
inu; líktist það neyðarópi, en þó eins og reiðiþungi
í röddinni; var það eins og tvítekið með litlu milli-
bili.—Var nú farið að athuga í lestunum (þær voru
tvær); var það auðgert, því þær voru tómar, en
ekkert kom í ljós, er gæfi útskýringu á þessu. Svo
sem eftir hálftíma komu þeir úr landi, skipstjóri
og vélstjóri; getið var um þetta, sem fyrir hafði
komið; sagði skipstjóri það væri “nisse” (skips-
fylgja), sem við hefðum heyrt í, slíkt væri al-
gengt. — Varð svo úttalað um það, þó mönnum
yrði minnisstætt hljóðið.