Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 107
ALMANAK 1941
107
með manni sínum, Þórði Péturssyni frá Smiðjuhóli í
Álftavatnshreppi (d. 1927).
30. Ásbjörn Sturlaugsson, að heimili sínu í Svoldar-bygð
í N. Dak. Fasddur í Dalasýslu 25. ágúst 1875. For-
eldrar: Jónas Sturlaugsson og Ásgerður Björnsdóttir.
Kom til Ameríku með foreldrum sínum 1883 og ól
allan aldur sinn í nefndri bygð.
ÁGÚST 1940
3. Kristján J. Sveinsson frá Árborg, Man., á Johnson
Memorial sjúkrahúsinu að Gimli, Man. Fæddur á
Seyðisfirði í Norður-Múlasýslu 1881. Foreldrar: Jón
Sveinsson, bróðir Benedikts assessors og sýslumanns
Sveinssonar, og síðari kona Jóns, Jóhanna Jóhanns-
dóttir. Jón og Jóhanna námu land á Þingvöllum í
Geysis-bygð í Nýja-lslandi og ólst Kristján þar upp;
en sjálfur var hann landnemi i bygðinni. (Sjá
Almanak 1932).
6. Vilhjálmur Pétursson, kaupmaður, að heimili sínu í
Baldur, Man. Fæddur að Stóruborg í Víðidal í Húna-
vatnssýslu 15. okt. 1885. Foreldrar: Pétur Kristófers-
son og seinni kona hans Elízabet Guðmundsdóttir,
prests á Melstað. Fluttist til Vesturheims 1912.
7. Clara Florentina Anderson Thomas, í Elmwood, Man.,
ekkja Franz Thomas, er lézt áður í Chicago, 111. Hún
var 57 ára að aldri, dóttir þeirra Thorsteins Anderson
og konu hans, er búsett voru í Winnipeg, en eru
látin fyrir löngu.
10. Þorbjörg Peterson, ekkja Þorláks Péturssonar í Seattle,
Wash., háöldruð. Hún átti lengi heima í Winnipeg.
11. Jóhanna Johnson, ekkja Bergþór K. Johnson, í Win-
nipeg, Man., 86 ára að aldri.
13. Stefán Haldórsson frá Hnausum, Man., á sjúkrahúsi í
Winnipeg, Man. Ættaður frá Sandbrekku í Hjalta-
staðaþinghá, fæddur 8. apríl 1861. Foreldrar: Hall-
dór Magnússon hreppstjóri og Guðrún Jónsdóttir.
Fluttist hingað til lands 1903.
13. Ástríður Sigurðardóttir Árnason, í Elfros, Sask., nærri
78 ára að aldri. Ættuð úr Lóni i Austur-Skaftafells-
sýslu. Foreldrar: Sigurður Gíslason og Guðný kona
hans.
15. Bárður Einarsson, fyrrum bóndi og landnámsmaður
að Skógargerði í Árnes-bygð í Manitoba, að elliheim-
ilinu Betel að Gimli, Man. Fæddur að Slíum í Meðal-
landi í Vestur-Skaftafellsýslu 8. maí 1866. Foreldrar: