Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 96
96
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
14. Valdimar Pálsson, skáld, að heimili sínu í Foam Lake,
Sask. Fæddur 14. marz 1861 að Fótaskinni í Reykja-
dal. Foreldrar: Páll Jóhannsson frá Fótaskinni og
Herdís Eiríksdóttir frá Litlu-Tungu, og þar ólst Valdi-
mar upp, en til Vesturheims fór hann 17 ára að aldri.
Páll faðir hans var albróðir Sigurbjörns skálds, föður
frú Jakobínu Johnson skáldkonu í Seattle, Wash.
15. Grímur Eyford, um langt skeið starfsmaður hjá Þjóð-
brautakerfinu Canadiska (Canadian National Rail-
ways), á Almenna sjúkrahúsinu i Winnipeg, Man.
Fæddur að Reistará í Eyjafirði 2. febr. 1869. Foreldr-
ar: Sigurður Sigurðsson og Margrét kona hans. Kom
vestur um haf 1893. (Sjá Almanak 1940).
16. María Sigfríður Agnes Austmann, í Winnipeg, Man.,
22 ára að aldri. Foreldrar: Olgeir Austmann (látinn
fyrir nokkru) og Guðfriður, til heimilis við Spy Hill,
Sask.
19. Sigurður Davidson, tannlæknir, á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg, um fimtugsaldur.
24. Sigríður Jónasson, ekkja Björns Jónasson (d. 1938),
að heimili bræðra sinna, Jóns og Sigurðar Johnson, í
nágrenni Mountain, N. Dak. Fædd á Stafni í Reykja-
dal i Þingeyjarsýslu 15. okt. 1860. Kom hingað til
lands með manni sínum 1883.
26. Gróa Þorleifsdóttir Kjartansson, í Winnipeg, Man.
Fædd í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu 26. nóv.
1854. Fluttist til Vesturheims með mann sínum (d.
1933) árið 1888.
28. Halldór Haldórsson, á Almenna sjúkrahúsinu i Win-
nipeg, Man. Fæddur á Isafirði 1876. Árið 1887 fluttist
hann vestur um haf með foreldrum sínum, Halldóri
Haldórssyni frá Seli í Bolungarvík og Kristínu Páls-
dóttur frá Isafirði. Meðal systkina hans er Salome
Halldórsson þingkona í Winnipeg.
JANÚAR 1940
1. Árni Goodman frá Tyndall, Man., á Grace sjúkrahús-
inu í Winnipeg, Man. Hann var 49 ára að aldri, ó-
kvæntur, og stundaði um langt skeið smíðar í Winni-
peg. Ættaður úr Borgarfirði syðra.
1. Sigurður Johnson, í Seattle, Wash.; dó af afleiðingum
af bílslysi.
2. Snjólfur J. Austmann, að heimili sonar síns í Kena-
ston, Sask., nær áttræður að aldri. Fluttist vestur um
haf af Austurlandi með konu sinni árið 1883-