Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 44
44
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Lake og Guðbjörg Vopni voru bræðradætur. Al-
systir Guðbjargar Vopni var og Katrín kona Jóns
Jónassonar í Blaine (sjá Almanak 1928, bls. 85-6).
Það er stór ættbálkur og vel skipaður.
Guðbjörg ólst upp hjá foreldrum sínum á
Hólmlátri, þar til hún var 5 ára, síðar á Vatni í
Haukadal í Dalasýslu. Þaðan giftist hún fyrra
manni sínum, Jóni Jónssyni söðlasmið, ættuðum
úr Dölum, árið 1883. Tveim dögum seinna lögðu
þau hjón af stað til Ameríku, alla leið til Winni-
peg. Þar voru þau tvö ár. Þá fluttu þau til Ar-
gyle og námu land tíu mílur frá Glenboro og
bjuggu þar 5 ár. Seldu þá land og búslóð sína og
lögðu af stað til Þingvalla nýlendunnar 2. apríl
1890, í kassavagni með hestapar fyrir er Jón átti.
I þessum vagni var þá aleiga þeirra hjóna, rúm-
fatnaður og föt og hestarnir, sem fyrir vagninum
gengu, — ekki í vagninum, heldur á undan hon-
um. — Frá þessu ferðalagi sagði Guðbjörg á
þenna hátt.
Mér fanst ferðalag þetta bera með sér æfin-
týrablæ og vildi að eg gæti sagt þér betur þá sögu,
því mér er hún ógleymanleg ýmsra hluta vegna.
Eg var ung og næm fyrir öllu. Manninum minum
unni eg af öllu hjarta og treysti honum fyrir vel-
ferð minni, enda átti hann traust mitt skilið, —
traust mitt, og allra sem hann átti nokkur skifti
við. Þetta kvöld komum við til Stockton og þar
gistum við hjá privat fólki, i prívat húsi. Eg verð
að segja þér frá ofurlitlu atriði, sem kom fyrir
þetta kvöld, af því, að mér kom það kynlega fyrir
sjónir. Þegar við hjónin vorum háttuð, krupu
húsráðendur á kné frammi fyrir stól og gerðu þar
bæn sína. Við það var auðvitað ekkert að at-
huga. Hundur, sem hjónin áttu, sat þar nærri.
Konan benti honum, að stökkva upp á stólinn,
sem þau krupu við. Gengdi seppi því umsvifa-
laust, eins og hann væri því vanur. Konan lét