Afturelding - 01.06.1967, Síða 11

Afturelding - 01.06.1967, Síða 11
soninn en að verða maður kirkjunnar. Með mikilli leynd bjó hún hann út með það nauðsynlegasta. Einn góðan veðurdag yfirgaf hann heimili sitt og fór í prestaskóla. Hér skyldi hann finna frið við Guð og öðlast velþóknun hans yfir líf sitt svo að þessari sífelldu leit og óslökkvandi þrá yrði svalað. Hér var hann umkringdur af þjónum Guðs og dagarnir liðu einn af öðrum með lærdómi, bænahaldi og hugleiðing- um. Hann snéri sér frá öllu því er vildi trufla og jafnvel greip til svipunnar til þess að lioldið skyldi ekki ríkja, heldur andinn. Hann heimsótti marga heilaga staði og í hvert sinn er hann kraup niður, steig bænin um frið upp til Guðs, sem hann árangurslaust liafði þráð allt frá barnæsku. Oft og mörgum sinnum kvartaði hann um neyð sína fyrir prestunum og skriftaföður sínum. En sá var þess heldur ekki umkominn að gefa nokkrar ráðleggingar, hvernig ungi maðurinn skyldi öðl- ast það samfélag við Guð, er hann talaði um. Skriftafeðurnir hvöttu hann til þess að lesa ævi- sögur helgra manna. Það olli honuin nýjum von- brigðum, því að hann sá íljótlega, að þessir svo- kölluðu „dýrlingar“ voru menn eins og hann sjálf- ur, sem leitað höfðu að friði fyrir sál sína, eins og hann. Dag nokkurn talaði hann enn við skrifta- föður um þrá sína. Hann var í mikilli sálarneyð. Sem svar við eindreginni spurningu unga manns- ins, varð skriftafaðirinn að játa, að hann hefði heldur aldrei öðlast þennan frið og gæti þess vegna ekki hjálpað honum. Þessi ár í prestaskólanum, sem hann hafði vænzt svo mikils af, urðu aðeins til þess að auka á óró- leikann í sálinni. Hann hafði lesið og rannsakað yfirgripsmiklar guðfræðikenningar. Hann sá með ótta þá stund fyrir sér, að liann sem prestur mundi þurfa að standa frammi fyrir fólki með vandamál margs konar. Þótt hann mundi reyna að hjálpa því með lærdómi sínum, vissi hann að svo lengi, sem liann sjálfur þekkti ekki Guð, gæti hann ekki hjálpað neinum. Á þessum árum hafði faðirinn sætt sig við val sonarins, og þegar hann varð alvarlega veikur, sendi liann boð eftir syni sínum. Vonaði liann að sonur sinn, sem kirkjunnar þjónn, gæti hjálpað svo að hann gæti dáið í friði. Treccani varð að biðja yfirmenn sína um leyfi til þess að fara heim, en svarið sem hann fékk, var nei. í fyrsta lagi tilheyrði líf hans nú kirkj- unni, og þess vegna var leyfið ekki gefið til heim- ferðar að dánarbeði föðurins. Þrátt fyrir sorg og sársauka, beygði hann sig hlýðinn fyrir þessari kröfu, en það var erfitt að samrýma þetta bann orðum Biblíunnar, að heiðra föður sinn og móður. Nú varð hann að lilkvnna föður sínum þau beizku vonbrigði, að hann fengi ekki leyfi til þess að sjá hann. Sorg hans varð því ofurþung, er honum barst andlátsfregn föður síns, nokkru seinna.' Það var löngun hans og ósk að verða meira en réttur og sléttur prestur. Hann þráði að þjóna Guði með fórnandi lífi. Frændi hans, hinn núverandi páfi — var þá erkibiskup í Milano, og Treccani feraðist til hans. Hann vildi ræða framtíð sína við hann. Erkibisk- upinn lofaði strax að styðja liann. Nokkru seinna var hann kallaður til Suður-Ameríku. I Andesfjöll- unura beið lians hlutverk, sein hjálparmaður bisk- upsins þar. Treccani átti enga ferðapeninga og varð sjálfur að útvega þá. Hann var svo viss um að þeir mundu koma, að liann pantaði far með skipinu, sem átti að fara til Suður-Ameríku. Og peningarnir fóru að streyma til hans, í stærri og smærri upphæð- um. Að lokum vantaði aðeins þrjúþúsund og sex- hundruð krónur. Honum gat ekki hugkvæmst hvað- an þeir peningar mundu koma. Þá kom bláókunn- ug kona og fékk honum umslag. Þegar hann opn- aði það, var innihaldið nákvæmlega 3.600,00 krónur. Meðal hins fátæka fólks í Andesfjöllunum beið lians stórt og mikið hlutverk. Þótt hjarta hans væri áframhaldandi tómt og friðlaust, sökkti liann sér niður í vinnuna. Ekkert var of erfitt. Hann vildi allt gera og þjóna Guði sínum í trúmennsku. Hér mætti hann líka í fyrsta sinn frjálsu trúboðsstarfi. En hann fyrirdæmdi það, af því að hann hélt að einungis kaþólska kirkjan þekkti sannleikann. Þannig liðu nokkur ár og ungi presturinn í Andesfjöllum rækti skyldur sínar. En sú fullnæging sem hann hafði vænzt að fá með því að vera í 11

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.