Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 18
■ ,
I Andans skóla
í Andans skóla eru margir réttvísir og strangir
kennarar.
Hér eru nöfn nokkurra:
Vonbrigði og missir, brotnar vonir og sálar-
angist. Þessir kennarar bera okkur boðskap frá
hinum myrka ræðustóli neyðarinnar. En í ljósi
eilífðarinnar birtir yfir andlitum þeirra, þegar við
förum að trúa á kærleika Guðs og opnum okkur
fyrir því, að allt miðar okkur til góðs.
1 liinum brennandi þyrnirunni býr Guð. Eldur
þjáninganna lcynir ávallt Guðs syni þegar böndin
eiga að brenna af fótum heilagra.
Yfir liita þjáningarinnar er ávallt vakað af gull-
smiðnum mikla, er Levís synir, Guðs vitni, eiga
að hreinsast af allri hálfvelgju.
sálar og bænir hans urðu kyrrlátari og með meiri
gleðibragði. Að lokum snerust þær upp í lofgerð,
fyrir veitta fyrirgefningu og náð. Þegar hann end-
aði með þreföldu amen, bað bróðir okkar einnig
og þakkaði Guði fyrir að opinbera sig. Ræn-
ingjarnir urðu nú þögulir.
Næsta dag sagði bróðir okkar í heyranda hljóði
upp yfir alla, meðan þeir borðuðu einhvers konar
fisksúpu: „Jæja, vinir, ég hef nú þegar heyrt ýmis-
legt hræðilegt og nóg af blóti og ragni. Mig lang-
ar til þess að segja ykkur dálítið frá orði Guðs.
Annars hafa þeir tekið frá mér Biblíuna mína, en
Guði séu þakkir, ég get sagt ykkur margt úr orði
Guðs eftir minni.“ „Já, gerðu það,“ sögðu ræn-
ingjarnir, við skulum hlusta. Bróðir okkar vissi
ekki hversu lengi hann mundi verða þarna, svo
að hann hugsaði að bezt væri að byrja á byrjun-
inni. Þeir hlustuðu gaumgæfilega þegar hann sagði
þeim frá sköpun heims og syndafallinu. Hann sagði
þeim frá lögmálinu, sem Guð hafði gefið á Sínaí-
Mannssonurinn vakir yfir þér eins og móðir við
beð barnsins síns, til að sjá um það, að ekki skuli
eitt einasta hár farast á höfði þér.
Óttast ekki! Treystu Drottni! Úr djúpi þjáning-
anna kemur enn í dag bezti efniviðurinn, mestu
hæfileikarnir í þann söng, sem sunginn verður á
strönd Glerhafsins. Samstarfsmaður þinn veifar
sigurpálmanum, og englar Guðs hafa reist hlið
fyrir sigurvegarana.
Brátt er tími þjáninganna á enda.
Friðarhöfðingi! Návist þín veitir mér fullkomið
öryggi Verði ég að deyja þá dey ég í þér. Það
nægir. Þú hefur samúð með mér, og ég er þinn, að
fullu og öllu og að eilífu er ég þinn.
fjalli. Svo sagði hann þeim frá spámönnunum,
og dvaldi góða stund við 53. kafla Jesaja spá-
manns. Að lokum talaði hann um þjáningar og
dauða Drottins Jesú, hið heilaga lamb Guðs. Þetta
hafði djúp áhrif á þessa harðsvíruðu og kaldrana-
legu menn. Daginn eftir sagði foringi flokksins:
„Segðu okkur þetta allt aftur, sem þú sagðir okk-
ur í gær, söguna um það, hvernig þeir hæddu og
slógu og krossfestu Jesúm.“ Þegar bróðir okkar
kom að frásögunni um illvirkjana tvo, anrian til
hægri og hinn til vinstri handar frelsaranum, og
greindi frá því, hvernig annar hefði frelsazt, er
hann játaði sig opinberan syndara, þá braut for-
inginn af sér öll bönd, stökk á fætur og hrópaði:
„Félagar, ég ætla líka að játa það, sem ég hef
gert. Það sem á eftir kom, hræðileg játning um
glæpi og morð. .. . Það var skelfilegt að hlusta
á játningu fangans. Svo sagði hann: „Ég hef gert
allt þetta, getur Guð fyrirgefið mér?‘“
Frarah. á I>1h. 25.
18