Afturelding - 01.06.1967, Qupperneq 22
ALF MALMBERG:
Við vorum nokkur saman komin í boði og töl-
uðum um hitt og þetta. Andrúmsloftið var innilegt
og óþvingað. Samtalinu var smám saman beint inn
á alvarlegri brautir, t.d. um atburði, sem mann-
legur skilningur megnar ekki að leysa á eðlileg-
an hátt. Meðal gestanna var roskinn skipstjóri, sem
var liættur skipstjórn fyrir fullt og allt.
„Skipsíjóri, getið þér ekki sagt okkur eitthvað
frá yðar löngu sjómannsævi?“ spurði einhver okk-
ar. „Um hjátrú á sjónum, um hinn fljúgandi Holl-
ending eða urn rotturnar, sein sjá fyrir sjóslys þeg-
ar þær yfirgefa skipið og þess háttar?“
Skipstjórinn horfði rólega í kringum sig í hópn-
um og svaraði alvarlega: — Það, sem ég ætla að
segja ykkur, hefur legið mér þungt á Iijarta þessi
ár síðan það gerðist. Ég held að mér sé óhætt að
ségja um sjálfan mig, að ég sé raunsær maður,
fjarri allri hjátrú og draumórum. En þessi atburð-
ur hefur sannfært mig um, að það er meira á milli
bimins og jarðar, en við mennirnir skiljum. Dæmið
sjálf um það:
kirkju. Stöðugt fleira og fleira fólk í umhverfinu
báðu Iiana að koma og segja söguna um Jesúm.
Eitt af því síðasta sem Mary gerði, var að stofn-
setja heimili fyrir konur og stúlkur. Þar gátu
ógiftar konur og ekkjur, fengið tækifæri lil þess að
læra handiðn, svo að þær gátu lifað af því.
Að tilstilli Bretakonungs, var Mary sæmd silfur-
krossi St. Jóhannesar reglunnar í Jerúsalem, fyrir
unna frægð í þjónustu mannkærleikans.
Þessi duglega kristniboðsstúlka hvarf til síns
himneska heimkynnis í janúarmánuði 1915, þá 67
ára gömul. Einn af tviburum þeim, sem hún hafði
bjargað frá dauðanum, ásamt eldri konu, hjúkruðu
henni af mikilli ástúð, :síðustu stundir hennar.
Líkami hennar var jarðaður í Afríku, landinu sem
hún elskaði og fórnaði öllu.
í síðustu heimsstyrjöld, þegar orrustan um At-
lantshafið var hvað hatrömmust, stjórnaði ég 9000
tonna flutningaskipi, sem var í förum milli Eng-
lands og Ameríku. Skipið var hlaðið alls kyns mat-
vælum í liverri ferð til hinna aðþrengdu Englend-
inga. Við höfðum farið margar farsælar ferðir,
þegar slcip okkar varð fyrir lundurskeyti óvin-
anna og sökk, nokkur hundruð mílur norðvestan
við írland. Upphaflega höfðum við verið i stórri
skipalest, sem taldi rösklega hundrað skip, en liinn
ægilegasti vetrarstormur, sem ég hef nokkru sinni
lent i á Norður-Atlantshafi tvístraði skipalestinni
og ofurseldi þau örlögunum.
I Jirjá sólarhringa hleyptum við undan veðrinu,
og þegar stormurinn var loks um garð genginn, var
hvergi sjáanlegt skip, svo langt sem augað eygði.
Kafbáturinn, sem sökkti skipinu, hafði staðið af
sér veðrið í nágrenni við okkur. Nokkrum stund-
um eftir að við höfðuin tekið stefnuna á ný, sprakk
tundurskeytið undir skutnum og á skönnnum tíma
var hið glæsilega skip okkar lílilfjörlegt brak á
haffletinum. Af 36 manna áhöfn fór um það bil
helmingurinn niður með skipinu.
Sjórinn var enn úfinn eftir óveðrið, samt tókst
okkur að koma út tveimur björgunarbátum. f
björgunarbátnum, sem ég var í voru níu menn,
sumir mikið særðir. Um nóttina rak bát 1. stýri-
manns frá okkur og sáum við hann ekki framar.
Að sjá á eftir skipi, sem maður hefur verið
tengdur sterkum böndum í lengri tíma, hverfa fyrir
fullt og allt í djúp hafsins, er eins og að standa
á grafarbakkanum og sjá barn sitt greftrað. Og
þegar skipsfélagarnir, sem hafa staðið saman í
blíðu og stríðu mánuðum og árum saman sökkva
með skipinu, skilur það eftir sár, sem tíminn einn
megnar að græða. Dagsetningunni gleymi ég aldrei.
Það var þann 22. desember 1941.
Fyrsta nóttin í björgunarbátnum var sannkölluð
martröð. Öðru hverju skutum við upp nevðarblvs-
22