Afturelding - 01.06.1967, Síða 23
Um og vonuðum að hjálpin mundi berast. En nótt-
in var dimm, ekki stjarna á lofti, nístingskaldur
vindur næddi yfir hafinu. Þungt var í sjóinn og
braut á ölduföldunum í myrkrinu. Jökulkuldi nísti
okkur alla. Lítið var hægt að gera til að lina
þrautir félaganna. Við vorum úrræðalausir og bið-
um þess eins að birti af degi.
Þegar við eygðum fyrstu morgunskímuna undir
drungalegum skýjum, voru tveir hinna særðu
lálnir. Þeir lágu í keng í botni bátsins með opin,
brostin augu í náhvítum, afskræmdum andlitum.
Hvergi var skip sjáanlegt. Hin óendanlega víð-
átta hafsins lukti um okkur á alla vegu og veitti
okkur enga huggun. Tíminn leið og kraftar Jieirra,
sem enn tórðu, lóku að þverra. Með erfiðismun-
um lókst að lyfta hinum látnu upp á borðstokkinn
og koma þeim fyrir borð. Ég lét þá hafa Faðirvorið
í veganesti og lét svo hafið um þá. Það var ekki
annarra kosta völ.
Léttadrengurinn var meðal hinna særðu. Hann
var 17 ára og hét Kjell. Hann átti heima í litlum
bæ í Suður-Noregi. Sprengjubrot liafði rifið upp
brjóstið á honum. Megnið af tímanum lá
liann í móki með höfuðið í fangi mínu. Við' og við
stundi hann lágt og bað um ögn af vatni. Og einu
sinni reis hann upp að hálfu leyti, starði hlustandi
út yfir sjóinn með augum, sem voru hjúpuð sótt-
hita og sagði:
„Skipstjóri, ég heyri í kirkjuklukkum.“
Onnur nótt leið, niðdimm eilífð, þrungin þján-
ingum, kvíða og örvæntingu. Það fór að snjóa og
kaldur vindurinn smaug í gegnum merg og bein.
Fötin, sem voru blaut af ágjöfum, frusu utan á
okkur. Þá nótt lærði ég fyrst að gagni, hvað kuldi
er, hinn miskunnarlausi kuldi dauðans, sem um-
lykur líkama og sál með ísbrynju sinni. Það er
erfitt að lierða upp hugann, þegar maður hefur
það á tilfinningunni, að hjartað í brjósti manns
er að stirðna í ógnum dauðans.
Þegar nýr dagur loks birtist úti við sjóndeildar-
hring lá loftskeytamaðurinn gaddfreðinn og lát-
inn í botni björgunarbátsins. Hann hafði farið úr
jakkanum og breytt hann yfir léttklæddan vél-
stjóra, sem hann áleit að þyrfti hans frckar við.
Léttadrengurinn var cnn á lífi. Ég tók oftir því
að andardrátturinn var tregari, en fölvinn í andliti
lians bar þess glöggt vilni að dauðinn var að sigra.
Með sljórri undrun hugsaði ég um að dauðinn
unir sér aldrei hvíldar. Jafnvel ekki i dag, að-
fangadag.
Tíminn sniglaðist áfram. Við og við var ég glað-
vakanai og reyndi að hressa hina við, sem voru
meðvitundarlausir að meira eða minna leyti. Klukk-
an á að gizka 3 eftir hádegi opnaði léttadrengur-
inn augun og sagði svo að varla heyrðist:
„Skipstjóri, syngdu fyrir mig.“
Syngja? Hér í einmana björgunarbát á Norður-
Atlantshafi með látnum og deyjandi mönnum um-
hverfis mig og dimmum, drungalegum vetrar-
skýjum yfir okkur. Varir mínar voru sprungnar og
þurrar og það virtist eins og röddin hefði frosið,
ef til vill gæti ég alls ekki komið upp nokkru
hljóði. Ég vissi að drengurinn stóð á þrepskildi
dauðans, og ákvað fljótt að verða við síðustu ósk
hans.
„Drengur minn, hvað viltu að ég syngi?“
Hann horfðist í augu við mig og sagði án þess
að hika:
„Ég er á Iangferð um lífsins haf.“
Vinir mínir, ég fullvissa ykkur tim, að ég kann-
aðist ekki við sönginn. Ég hafði aldrei heyrt hann
áður. Engu að síður opnaði ég munninn og söng,
orðin komu fram á varirnar og mynduðu hending-
ar og vers:
23