Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 27

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 27
Á sœnsícu voreldakvöldi. F-kirkjan var á trjágarðslóð, þar sem fagurt var um að litast. Þar á lóðinni átti vorsamkoman að vera þetta fagra kvöld. Til samkomunnar kom ekki eins margt fólk og vanalega. Hið óviðjafnanlega góða veður hafði auðsjáanlega lokkað marga út úr borginni þennan dag. En þrátt fyrir það var nokkur þátttaka, bæði af ungu og eldra fólki. Og enginn þurfti að óttast kulda, þótt setið væri úti, á þessu dásamlega hlý- viðriskvöldi. Eva Holm sá að það voru ckki margir jafnaldr- ar hennar á þessari vorsamkomu. Þegar hún stóð þar í hinni þunnskipuðu söngsveit og horfði út yfir áhorfendurna, veitti hún athygli ungum manni, er hún hafði aldrei áður séð á samkomum. Þegar hún að lokinni samkomunni, var á leið- inni til þess að taka reiðhjólið sitt til að fara heim aftur, mætti hún þessum unga, óþekkta manni þar á safnaðarlóðinni. Henni hafði ekki heppnazt að ná sambandi við neitt af unga fólk- inu, því að það virdst hafa aðra áætlun með það sem eftir var af voreldakvöldinu. í sömu andrá sem Eva Holm ætlaði að ganga framhjá unga manninum, brosti hann við henni, og rétti fram hönd sína. — Ég heiti Roland Bergman og hef rétt ný- lega flutzt hingað til starfa á vegum „Rudberg og Malm“, sagði hann. Ég vissi raunar ekki hvert ég skyldi fara í kvöld. Það varð þó úr, að ég ákvað, að ég skyldi fara til F-kirkjunnar. Getið þér sagt mér, hvort það sé nokkur æskulýðssamkoma á öðrum stað? Eva Holm roðnaði eilítið. En það fór henni vel þetta vorblíða kvöld. — Já, æskufólk Maríukirkjunnar á sumarheim- ili tvær mílur hér frá. Þar er æskulýðssamkoma 27

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.