Afturelding - 01.06.1967, Síða 33

Afturelding - 01.06.1967, Síða 33
urleg. í gær, á sunnudegi voru allir salir þétt- setnir. í nokkrum söfnuðum var enginn prédikari til staðar, og mjög margra meðlima var saknað. [ mörgum „sértrúarsöfnuðum“ var mjög þunn- skipað af trúuðum, en aftur á móti var mikill fjöldi vantrúaðra, sérstaklega þeirra sem voru harmi lostnir, vegna þessarrar miklu ógæfu, eins og komizt var að orði. Fólkið vildi heyra Guðs orð, en var þó hálf utanvið sig. Einn reyndi að lesa. Hann sagði: „Ég get það ekki“. Þeir fengu öðrum Biblíima en liann sagði: „Ég er ekki læs.“ Jes. 29, 10—12. Aðrir grétu. En allur fjöldinn virtist þó vera sammála um, að kristindómurinn væri orsök þessa hryggilega atburðar. Þeim fannst, að hinir kristnu hlytu að geta gefið fullnægjandi skýringu á þessu máli. En margir konm líka til að leita Guðs. Þeir voru mjög óhamingjusamir. Á flestum þessum samkomum ríkti algjört öng- þveiti. Maður nokkur stóð með kreppta hnefa og hrópaði til eins prédikarans: „Það er þín sök að við erum svo mörg eftir skilin! Þú talaðir aldrei um að Jesús mundi koma fljótt,, og sækja sína, því minna um að hafa hreint hjarta og vera fvllt- ur af Heilögum Anda, og að hafa allt uppgert við Guð og menn. Ég veit, hvað hefur haldið mér föstum Það eru aðeins smámunir, já smámunir, en — en Drottinn Guð, hjálpaðu mér.“ „Þegiðu,“ sagði predikarinn. Hann áleit sig hafa gert skyldu sína. Og þannig ásökuðu þeir hvor annati, grátandi og kveinandi. Þeir börðu á dyrnar en þær voru lokaðar! Ástandinu er ekki hægt að lýsa. Fólkinu var ljóst, að hræðilegur tími stóð fyrir dvrum. Það var eins og það lægi í loftinu, að öll von væri úti: „Hliðið var lokað“. En þeir hörðu og hróp- uðu. Allir þeir sem höfðu látið sér nægja tómt kristilegt orðagjálfur og talsmáta. Sumir vegna vináttu við menn, aðrir vegna söngs, tónlistar o.fl. þess háttar, án þess að vera endurfæddir, og eiga Guðsbarna-réttinn og himneska arfsvon. Já, fyrir marga hafði safnaðarlífið verið tóm- stundaiðja, til að eyða frítímanum o.s.frv. En nú börðu þeir á hinar lokuðu dyr. — Herra! Herra! Ljúk upp fyrir oss! — Þar við bættust svo þessar uftgvænlegu fréttir um að þriðja stóra heimsstyrjöldin gæti brotizt út hvenær sem væri, þar sem stjórnmálasambandið væri rofið milli austurs og vesturs. Hvað burt- hrifningunni og hinum kristnu viðkom, tók það yfirvöldin ekki langan tíma að taka ákvörðun. Frá austri fóru að koma tilkynningar um að komm- únistisk ríki hefðu fyrirboðið allar kristilegar sam- koniur. Það var lögð dauðarefsing við að nefna Jesú nafn. Löndin áttu að hreinsast algerlega af öllu kristi- legu lesefni, og allt slíkt, sem benti á Biblíuna átti að brennast. Það var dauðasök að hafa undir höndum hið allra minnsta sem minnti á Krist. í hinum vestræna heimi tók það nokkru lengri tíma að lögfesta slík bönn. En hinn óguðlegi múgur, bæði meðal hinna leiðandi og meðal alþýðunnar var í hugaræsingu vegna þess, er skeð liafði, og krafðist að eitthvað yrði gert. Valdið sigraði, og þar sem kristindóm- urinn var orsök atburðanna, lá málið ljóst fyrir. Og síðan hófust þeir hræðilegustu tímar allra tíma í mannkynssögunni. Mikill fjöldi þeirra kristnu, sem eftir höfðu orðið, héldu áfram að hrópa til Guðs, og vildu ckki hlýðnast boðum yfirvaldanna. Þeir voru fang- elsaðir og yfirheyrðir eftir ströngustu gestapó- fyrirmynd: Ef þú vilt formæla og afneita Kristi, getur þú bjargað lífi þínu. Það var skilyrðið. En þúsundir voru staðfaslir og fjöldamorðin voru ólýsanleg. Margir voru píndir hræðilega til dauða. Það giltu engin lög né réttur framar. Satan var laus. — „Vei jörðunni og þeim sem á henni búa!“ Margir gáfu eftir i neyðinni. Eng- inn griðastaður að flýja í. Heimurinn liggur í hinu vonda. Allar þjóðir voru sammála um, að þeim kristnu skyldi útrýmt. Nú hafði höfðingi þessa heims tekið völdin. Börn framseldu foreldra sína til dauða. NTú gekk það í uppfyllingu sem Jesús hafði sagt í Lúk. 21,16. Að lýsa þessu ástandi er ómögulegt. En Guð hefur í Opinberunarbókinni fyrirsagt það allt. Neyðarópið frá öllum þessum óhamingjusömu var: „Herra, þú verður að stytta þessa daga!“ Kæri vinur, þú mátt ekki eiga á hættu að verða eftir skilinn. Gakk fram fyrir liinn almáttuga Guð, bið í auðmýkt um ljós og náð. Enn í dag er náð- artími. Enn í dag getur þú orðið innsiglaður sem Framh. £ bls. 49.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.