Afturelding - 01.06.1967, Page 38
Ákveðinn, leitandi maður
— Til hvers hefur þú komið hingað í kvöld?
— Mig langar til að frelsast. Getur þú hjálpað
mér?
— Það get ég, Guði sé þökk. Gerðu svo vel að
lesa þessa ritningargrein: Vér fórum allir villir
vegar sem sauðir, stefndum hver sína leið. Jes. 53,6.
Er þetta satt? Hefur þú farið villur vegar og stefnt
þína eigin leið?
— 0, já, það hef ég áreiðanlega mörgum sinn-
um gert.
— Vegna þess að þú hefur þá syndgað, ertu
glataður, er ekki svo?
— Jú, jú, en hvernig get ég frelazt?
— Lestu það sem eftir er af ritningargreininni.
. . . .En Drottinn lét misgjörð vor allra koma nið-
ur á honum.
— Hvað hefur Guð gjört af synd þinni?
— Hann hefur lagt hana á hann, á Jesúm.
— Hvar er hún þá? Á þér, eða Jesú?
— Auðvitað er hún á Jesú.
— 011? Hver einasta synd?
— 011, en hvaða gagn hef ég af því, hvað á
ég að gjöra?
— Nú skulum við snúa okkur að 1. kap. Jó-
hannesarguðspjalls. Gjörðu svo vel að lesa þessa
ritningargrein.
En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann
laust skip er ofurselt vindum og veðrum. Það rek-
ur stjórnlaust, og í hvirfilvindi á það á hættu að
brotna í spón við kletta. Og það sýnist eins og það
hafi aldrei verið til.
Það er örugg sannfæring okkar að mannssálin
án Krists muni mæta sömu örlögum.
Þess vegna ó, kristnu vinir, við skulum vinna
að því að leiða bræður og systur til Frelsara okk-
ar Jesú Krists, sem aðeins einn getur gefið lífinu
raunverulegt gildi.
rétt til að verða Guðsbörn, þeim, er trúa á nafn
hans. Jóh. 1,12.
— Hvernig verður þú Guðsbarn?
— Með því að trúa á Jesúm Krist.
— Hvað er það að trúa?
— Að taka á móti honum, því að það stend-
ur, öllum þeim sem tóku við lionum. Og hvað ger-
ist þegar þú tekur á móti Jesú Kristi?
— Eg verð Guðsbarn.
—• Viltu veita honum viðtöku nú?
— Ég veit ekki hvernig á að fara að því.
— Gerðu svo vel að lesa þessa ritningargrein
líka . ...Sjá, ég stend við dyrnar og kný á, ef
einhver heyrir raust mína, og lýkur upp dyrunum,
mun ég ganga inn til hans. Op. 3,20.
Þetta þýðir, að Jesús stendur við hjartadyr þínar,
knýr á þær og bíður eftir því að komast inn.
— Segðu mér nú. Hefur þú heyrt rödd lians?
— Já, það hef ég.
— Og vilt þú opna dyrnar?
— Ég vil það.
— Segðu honum þá frá því núna.
— Ó, frelsari minn, ég opna dyr hjarta mins
fyrir þér Drottinn Jesús, kom inn.
— Hefur hann komið inn?
— Ég er ekki viss um það.
— Hvað sagði hann? Hann sagði: Ég mun
ganga inn. Stendur hann við orð sitt? Mun hann
hafa haldið loforð sitt?
— Auðvitað hefur hann gert það.
— Opnaðir þú dyrnar?
— Það gerði ég.
— Hvar er þá Jesús núna?
— Hvað? Hann er í hjarta mínu, ó, ég skil það,
ég skil það núna, Guði sé lof, ég er frelsaður.
frelsaður. Ég opnaði dyrnar og hann kom inn.
— Já, Guði sé þökk, hvað ert þú þá núna?
— Ó, ég er barnið hans, því ég hef tekið á móti
honum, hvað það er dásamlegt.
38