Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 39
— En hvaS þá um byrði þína?
— ByrSi mína? Hv . . . hún er farin, ég hef
alveg gleymt henni.
— Eru syndir þínar farnar líka?
— Þær hljóta aS vera þaS.
—- Las ég ekki: Drottinn lét misgjörS vor allra
koma niSur á honuin? Þá livíla þær ekki lengur á
þér.
— Nei, sektarbyrðin er alveg farin. Ó, mér líður
svo vel. Leyfðu mér nú að fara og segja vinum
mínum frá þessu.
— Bíddu andartak. Hvernig færi ef Satan kæmi
í fyrramálið og reyndi að sannfæra þig um það.
að Kristur hefði alls ekki tekið á móti þér?
Ó, mér datt það ekki í hug, hvað ætti ég að gera?
— Þú þarft fyrirheit frá Guði til að standa á.
Hérna, gerðu svo vel að’ lesa þessa ritningargrein.
Þann sem til mín kemur mnn ég alls ekki í burtu
reka. Jóh. 6,37.
— Hefur þú komið til hans?
— ÞaS hef ég.
— Hefur Jesús rekið þig burt?
— Auðvitað ekki.
— Hvernig veiztu það?
— Af því, að hann segir það.
— Hvað hefur hann þá gert?
— Hann hlýtur að hafa veitt mér viðtöku.
— Já, Guði sé þökk. Þetta getur þú sagt Satan
í fyrramálið.
— Ó, þetta er svo dásamlegt, hvað ég er glaður,
að ég kom lil Jesú í kvöld.
— Og ef þú vilt biðja á hverjum degi, lesa og
hugleiða Biblíuna þína, og játa Krist opinberlega
fyrir öðrum, þá muntu verða hamingjusamur alla
daga ævi Jiinnar.
— Þetta er einmitt það sem mig langar til að
gera. Ó, megi Guð varðveita mig trúfastan.
— Eitt orð’ að síöustu, fáðu Jiér eitthvað að gera.
Vertu önnum kafinn í þjónustu Guðs, því minnztu
þess að iöjulaust hjarta, er vinnustaður Satans.
— Þetta skal ég gera. Vertu sæll og megi Guð
blessa þig fyrir það að leiða mig til Jesú.
Vinur minn, er þetta nógu augljóst fyrir þig?
Hvers vegna þá ekki að stiga þessi spor, sem ég
hef bent á, svo að þú getir frelsazt líka. Stígðu
þessi spor og stígðu þau nú! Osvald Smith.
Þetta viljum við vita
Að vinna sigur á óttanum
Spurning:
Konan itiín og ég, sömuleiðis börn okkar, erum
svo óróleg og kvíðin vegna síðustu heimsatburða
og ástandsins yfirleitt í heimsmálunum. Hvernig
getum við sigrazt á þessum ótta?
Svar: ~~
Ef þið, sem spyrjið, eruð ekki kristin, verð ég
að segja eins og er, að þið fáið engan hjartafrið,
fyrr en ]nð takið á móti Kristi, sem frelsara ykk-
ar og Drottni. Jafnframt vil ég segja Jiað, að
fjölmargir menn og konur, sem nefna sig kristin,
geta ekki fundið þennan frið, vegna Jiess að þau
horfa inn á við, inn í sinn eigin huga og hjarta,
eða þau horfa í kringum sig, en ekki upp til Guðs.
Fyrst og fremst verðum við að muna það, að
Guð er almáttugur. Af því leiðir, að allt sem
liann framkvæmir, er samkvæmt hans vilja og
ráði. Við sem erum kristin, lifum í framandi og
fjandsamlegum heimi, en undir okkur eigum við
hans eilífu arma, og kærleiksvængir hans yfir-
skyggja okkur.
Opna Biblíuna og lcstu Davíðssálm 37, og at-
hugiö, hvað Guð talar við okkur |)ar: „Ver eigi
of bráður vegna illvirkjanna.“ Síðan segir hann:
„Treystu Drottni!“Og enn segir liann, að við skulum
„gleðjast yfir Drottni.“ Því næst mætum við þessum
huggunarfullu orðum: „Fel Drottni vegu þína og
treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ Litlu neð-
ar lesum við: „Ver hljóður fyrir Drottni og vona
á hann.“ Svo hvetur liann okkur og segir: „Forð-
astu illt og gjörðu gott.“ Og hann heldur áfram:
„Vona á Drottinn.“ Svo að endingu: „Jljálp rétt-
39