Afturelding - 01.06.1967, Qupperneq 41

Afturelding - 01.06.1967, Qupperneq 41
„Hel'ra forstöðumaður ríkisins, er það satt að maðurinn minn verði að deyja óhjákvæmilega? Getið þér ekki fyrirgefið honum? Herra, verið miskunnsamur! Ég get ekki boðið yður nein laun fyrir náð yðar, því að ég er aðeins aumstödd kona, sem ekkert á. En blessun Guðs mun koma yfir yður, þegar erfiðir og þungir dagar koma yfir yður, sem einnig mun verða.“ Cromwell svaraði: Bæn þín verður án alls ár- angurs. Taktu þessu með ró og stillingu og beygðu þig undir örlög þín. Dómi manns þins verður ekki breytt. Hann var bandtekinn, sem uppreistnar- maður með sverð í hönd, og annað kvöld, þegar myrkt er orðið, verður bann að deyja. Þegar kvöldklukkurnar hringja, gefa þær tákn um það að þá skal bann ganga fram fyrir hinn eilifa dóm- stól. Eins vil ég þó unna þér. Þú mátt fá leyfi til þess að ganga við hlið hans út til aftökunnar." Orðum þessum, sem virtust vera undarleg samsetn- ing af grimmd, guðhræðslu og samúð, orkaði kon- an engu að svara. Máttfarin stóð hún upp ineð erf- iðismunum og gekk til dyra, undir ekkaþungum gráti. Aftökudagurinn rann upp. Það var kominn mið- ur dagur. Eftir það fór smám saman að bregða birtu. ] kvöldskuggunum gengur einmana ung kona frá lieimili sínu og hraðar för til gömlu, stóru kirkjunnar. Konan gengur inn um turnhliðið. Stígur léttum skrefum upp stigann, upp í turn- inn þar sem kirkjuklukkurnar hanga. Frá annarri þeirra mundu dánartónarnir hljóma þetta kvöld En livor klukkan var það, sem átti að hringja? Þá kcmur hún auga á reipið, sem notað verður við hringinguna. Hægt og veikl hyrjar það’ að hreyfast. Tími kvöldhringingarinnar er kominn. En klukkan gefur ekkert hljóð frá sér. Hún er alger- lega hljóðlaus. Hin miðlínuþungu slög liitta aldrei málminn, en skella alltaf á mjúkri kvennmanns- hönd, sem heldur með krampataki utan um kólfinn. Áður en varir er hægri höndin svo blóðug og marin að máttur liennar er þrotinn. Þá ski|)tir liún um og kreppir vinstri höndina utan um kólfinn. Blóðið streymir frá höndum konunnar og niður á klæði hcnnar. Og úr kiæðunum drýpur það niður á kirkjugólfið, og barmur klukkunnar litast einnig rauður af blóði. Hendur hennar eru alveg knosaðar. En hvað gerir það? HetjuJ)rungið lijarta ungu konunnar slær af gleði. Hún heldur andanum um stund og hlustar í eftirvæntingu til þess að fullvissa sig um, hvort klukkan nái til ])ess að gefa nokkurt liljóð frá sér eða ekki. Þarna neðst niðri í turninum stendur gamli og heyrnarlausi hringjarinn. Hann dregur í reipið aftur og aftur. Skyldi hann ekki fara að hætta? Angistarsvitinn pressast eins og perlur út úr enni konunnar. Hún er orðin bleik sem dauðinn. Þessar ólýsanlegu kvalir virðast ætla að slíta liana sund- ur, og hún er nær þvi að falla í ómegin. Þá — loksins — hættir reypið að hreyfast. En nokkra stund enn heldur hin hugumprúða kona alblóðugum höndum sínum um kólfinn. Hún veit að ef bara eitt einasta slag klukkunnar heyrist, mundi Jiað senda manninn hennar í opinn dauðann. En nú er Jæssi þunga fórn fullkomnuð. Næstum meðvitundarlaus hallar unga konan sér út að múr- veggnum. Síðan þreifar hún sig áfram í myrkrinu að stigaopinu. Hægt og varlega gengur hún niður hringsligann. Eins hratt og máttlitlar fætur henn- ar geta borið liana, flýtir hún sér til ráðhússins og alla leið inn í vinnuherbergi Cromwells. En óðar en hún kemur að dyrunum, heyrir hún hvin af reiðri rödd einræðisherrans: „Hvað hefur komið fyrir kirkjuklukkuna í kviild. Ég lieyri hana ekki hringja eins og vanalega? Það er þó orðið aldimmt, og líflátsdóminum ætti að vera búið að fullnægja fyrir nokkru.“ Þá gengur náföl kona fram á milli alvopnaðra lífvarðanna. Enginn ])eirra reynir að hindra liana. Hún gengur fram fyrir Cromwell, lyftir upp al- blóðugum og krömdum höndum sínum. „Herra forstöðumaður rikisins, sjáið Jæssar hend- ur! Þær liafa tekið á móti hverju kólfslagi kvöld- klukkunnar, og Jiess vegna hafið þér ekki heyrt einn einasta hljóm frá klukknahringingunni. Með þessum höndum mínum, hef ég keypt manninum mínum lifið. Með gleði liefði ég dáið fyrir hann, því að ást mín til hans er sterkari en dauðinn. Með alblóðugutn og knosuðum höndum mínum hið ég ekki um neina samúð mér sjálfri til handa, en ég þrábið yðttr, lterra, um miskunnsemi fyrir mann- Framh. Á 61s. 48. 41 L

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.