Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 42

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 42
GLENN HUNT: Mun ísland bjóða Andkrist velkominn ? Tekið eftir ritgcrð l-.eslie Summerall, ,,Hvers vegna heimurinn mun bjóða Andkrist velkom- inn.“ Og sérhver andi sem ekki játar Jesúm er ekki frá Guði, og hann er andkrisíins andi, sem þér hafið heyrt um að komi og nú þegar er hann í heiminum. I. Jóh. 4,3. Um allan heim hefur fólk mismunandi og ein- kennilegar hugmyndir um Andkrist. Sumir álíta, að hann muni koma fram sem maður með horn á höfðinu líkt og á skrímsli — svo hræðilegur, að allir muni óttast hann. Þessar hugmyndir eru skakkar og ónákvæmar. Mig langar nú til að sýna yður það sem ég trúi, að sé hin biblíulega mynd af persónuleika And- krists. Opinberunarbók Jóhannesar 13, 1—5 segir: „Og ég (Jóhannes) sá dýr stíga upp af hafinu; það hafði tíu Iiorn og sjö höfuð, og á Iiornum þess voru tíu ennidjásn og á höfðum þess voru guðlöstun- ar nöfn. Og dýrið, sem ég sá, var líkt pardusdýri og fætur þess voru sem bjarnarfætur og munnur þess eins og Ijónsmunnur og drekinn gaf því mátt sinn og liásæti sitt og vald mikið. Og ég sá eitt af höfðum þess, sem væri það sært til ólífis og bana- sár ]>ess varð heilt, og öl 1 jörðin fylgdi dýrinu með undrun. Og þeir tilbáðu drekann af því að liann hafði gefið dýrinu vald sitt og þeir tilbáðu dýrið og sögðu: „Hver jafnast við dýrið og hver getur barizt við það?“ Orðið Andkristur er í sjálfu sér ljótt orð, orð sem hefur ásótt Biblíu-rannsóknarmenn um aldir. Sjálfur Jesús Kristur minntist á Andkrist og tal- aði um komu hans. 1 Jóhannesar guðspjalli 5,43, sagði Jesús: „Ég er kominn í nafni föður míns, og þér takið ekki við mér. Ef annar kæmi í sínu eigin nafni, munduð þér taka við honum.“ Post- ulinn sagði, að Andkristur mundi koma. Hann lýsti þeim atburði með sterkum orðum í síðara Þessaloníkubréfinu, öðrum kapitula. 1 I. Tímote- usarbréfi 4, 1—4. og II. Tímoteusarbréfi 3, 1—6 gefur Páll greinilega mynd með orðum sínum, af lífi þeirra, sem tilbiðja Andkrist. Postulinn Jó- liannes spáði einnig komu Andkrists: „Börn mín, það er hin síðasta stund og eins og þér hafið heyrt, að Andkristur kemur, þá eru nú einnig margir andkristar komnir fram, og af því þekkjum vér, að það er hin síðasta stund.“ (I. Jóh. 2,18). Menn innblásnir af krafti Guðs, hafa í einföld- um og ljósum orðum sagt frá komu æðsta manns syndarinnar. Þegar hann kemur mun hann afneita lifandi Guði, fordæma Jesúm Krist og reyna að eyðileggja alla siðferðislega og andlega trú mann- kynsins. Heimur vor í dag hraðar sér eins mikið og hann getur til að vera viðbúinn að veita Andkristi við- töku. Verið er að undirbúa fólkið tilfinningalega, andlega, siðferðislega, hagnaðarlega og stjórnmála- Icga undir komu hans. Mannfélagið er byrjað opin- berlega að þrá mann Satans, sem koma skal. Þeg- ar Andkristur hirtist á sviðinu, mun honum fagn- að með opnum örmum. Hann mun koma til síns fólks og hans fólk mun taka á móti honum. Enginn maður mannkynssögunnar hefur eins fullkomlega sýnt hina vinsælustu hugmvnd um lífið og þessi maður mun sýna liana. Ekki heldur mun neinn jafnast á við hann í framtíðinni. Hann mun ekki virðast annarlegur fyrir fólkinu af því að það mun vera í því hugarástandi, að það mun taka á móti honum og bjóða hann velkominn. Andkrist- ur mun raunverulega vera spegilmvnd sálar og anda fólksins, þegar hann kemur. Óefað er ástand- ið þannig nú, að hann gæti birzt. Heimurinn er að búa sig undir komu Andkrists. 42

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.