Afturelding - 01.06.1967, Qupperneq 43

Afturelding - 01.06.1967, Qupperneq 43
Andkrists mun verða getið í rnannkynssögunni, sem átrúna'öargoðs innan skemmtanalífsins. Hann mun verð'a uppáhald íólksins og ótrúlega vinsæll. Lesið vandlega 13. kapítula Opinberunar- bókar Jóhannesar. Andkristur mun fara fram úr Hitler, Stalín eða Mao Tse Tung. Hann mun ná meiri vinsældum, en allir miklir menn fyrri tíma til sainans. Andkristur mun valda meiri ærslum, en æsingavíman er út af kvikmyndastjörnum og jafnvel bítlum. Þrjár yfirskriftir. Yfir aðalhiiði dómkirkjunnar í Milanó er inn- höggvið eftirfarandi: Til hægri standa þessi orð: Allt, sem veitir yndi varir aðeins augnablik. Til vinstri les maður yfir- skriftina: Allt, sem hryggir varir aðeins augnablik. En yfir miðju hins stóra aðalhliðs standa eftir- farandi orð innhöggvin: Ekkert hefur þýðingu nema það sem varir eiiíflega. Andkristur mun koma fram daglega í útvarpi og sjónvarpi fyrir alheimi. Hann mun verða lof- aður og honum lirósað með orðum, sem áður liafa aðeins vcrið notuð í sambandi við Guð. Fréttablöð munu flytja fagurlega orðaðar frásagnir af þessu átrúnaðargoði múgsins. Hann mun verða nefndur „Maður þúsund ára ríkisins.“ Enginn maður í mannkynssögunni mun nokkurn tíma hafa verið eins vinsæll. Þér spyrjið hvers vegna? Ég skal útskýra það. Andkristur mun verða mesti flokksforingi mann- kynssögunnar. Ég vísa yður á Matteusar guðspjall 24. kapítula og Lúkasar guðspjall 17. kapitula. Jesús sagði, að fyrir endurkomu sína, mundi jörðin aftur hverfa til syndarinnar eins og var á dögum Nóa. Fólkið mun eta og drekka og giftast. Vér erum komnir að þeim degi. Heimurinn er að halda mikla veizlu. Um allan heim eru haldnar sóunarmáltíðir. Þannig er það í dag og Island er engin undantekning. Á Islandi er áfengisneyzla næstum ótakinörkuð. Tala barna fæddum af ógiftum mæðrum fer árlega vax- andi. Þessu er einnig þannig varið í öllum öðrum löndum heims. Vér erum aftur orðnir í breytni vorri eins og var á dögum Nóa. Þetta er tíminn, þcgar heimurinn snýr sér að því að eta, drekka og njóta kynferðislegrar óhæfu. Þegar Andkristur kemur mun hann halda stærri veizlu en Belsazar Biblíunnar, sem bauð þúsund höfðingjum sínum í eina mikla veizlu. Maður syndarinnar mun skemmta með ineiri veizlum en Herodes, sem hélt höfðingjum sínum veizlu meðan Jóhannes skírari var hálshöggvinn. Heimurinn mun elska Andkrist. Hann mun eins og aðrir mathákar þjóta úr einni veizlu í aðra, etandi og drekkandi á leið sinni. Hórdómsmenn munu verða lians stöðugu félagar. I veizlunum mun hann dansa alla nóttina, drekka áfenga drykki, eta ljúffenga fæðu og gefa sig að slíkum niðurlægj- andi kynferðisvenjum, sem heimurinn hefur aldrei þekkt áður. Hverjum þeim, sem talar á móti hon- uin, mun verða formælt. Heimurinn mun segja: „Ilvernig dirfist þér að tala gegn þessum manni, sem hefur hlotið vinsældir meðal allra manna?“ Andkristur mun eyða milljónum króna í veizlu- höld einnar nætur, og allur heimurinn mun dást að honum. Andkristur mun verða slœgvitrasti stjórnmála- ma'öur mannkynssögunnar. Hann mun gera áætlun um frið og velmegun í þúsund ár. Hann mun segja: „Tvo skammta fyrir livert suðuílát. Tvær bifreiðar fyrir hvert bifreiða- skýli. Tvær konur fyrir hvern mann.“ Hann mun kenna fólkinu að njóta lífsins, og halda fast fram að það sé hin sanna lífsbraut. Ó, hvað heimurinn mun elska hann! Hann mun koma fram sem skarpgáfaöur og vitur máöur. Fréttablöð, útvarp og sjónvarp munu lofa hann fyrir hæfileika og hugvitssemi. Honum mun verða fagnað sem hinum fullkomna stjórnmála- manni. Hann mun liafa víðtæk völd á jörðinni af því að hann er innblásinn af mætti Satans. Hann inun verða sem djöfull sjálfur. Mig Iangar til að benda yður á Daníelsbók 8:25. „Vélræðum mun hann til vegar koma með liendi sinni og hyggja á stórræði og steypa mörgum í glötun.“ Andkristur mun vinna að friðaráætlunum, sem ekkert jafnast á við í mannkynssögunni. Samein- uðu þjóðirnar, Efnahagsbandalag Evrópu, Atlants- hafsbandalagið og ríkjasambönd Asíu munu öll komast undir stjórn þessa eina manns. Það er eins og enginn geti staðið honum á sporði. Opinberun- 43

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.