Afturelding - 01.06.1967, Qupperneq 47
Frásögn um systurson páfa
Framhald af bls. 12.
ast með trélíkneski eftir götunum. Það sem menn-
irnir þörfnuðust var fagnaðarerindið um Jesúm.
Hann ympraði eitthvað á því, sem varð þess vald-
andi, að biskupinn spurði að þvi hvort hann væri
orðinn trúarlegur.
Þá var tími Treccani kominn. Hann fann að hans
innri maður hafði gerbreytzt og fjarlægzt svo ka-
þólsku kirkjuna, að hann lilheyrði henni ekki
lengur. Kall Guðs var svo voldugt, að ekkert gat
lengur bundið hann. Þessi andlega sviksemi að lofa
mönnum blessun með jrví að stökkva á þá vígðu
vatni, og tilbeiðslan á trédrumbunum fyllti hann
slíkum viðbjóði, að án þess að lmgsa sig um augna-
blik frekar, yfirgaf hann skrúðgönguna og fór til
trúboðskirkjunnar.
Og nú í fyrsta skipti settist hann sem næst ræðu-
stólnum, og á meðan glaumur og hrifning barst
frá fólkinu, sem hyllti þessa skrautlegu skrúðgöngu,
gekk Treccani fram, beygði kné sín og tók á móti
Jesú, sem frelsara sínum.
Loksins, loksins drakk hann inn til sín Guðs
náð og kærleika í stórum teigum, og hjarta hans
fylltist af gleði og hamingju. í fyrsta skipti fékk
hann að smakka á sætleika samfélagsins við frels-
ara sinn.
Þegar hér var komið, var hvarf hans uppgötvað
og biskupinn og prestarnir komu til þess að sækja
hann. En hann svaraði þeim því til, að hann
mundi aldrei koma aftur. Hann hafði fundið sinn
stað við krossinn á Golgata.
Skrúðgangan stóð enn sem hæst, þegar hinir
trúuðu fóru niður til fjarðarins lil ])ess að skýra
nýendurfædda bróðurinn. Það merkilega skeði, að
allir íbúar bæjarins svikust úr skrúðgöngunni og
flykktust niður að ströndinni til þess að horfa á
skírnarathöfnina.
Jafn hamingjusamur, nýfrelsaður maður hefur
sennilega ekki oft verið skírður. Guð mætti hon-
um dásamlega og skirði hann í Heilögum Anda.
Þannig varð presturinn og guðfræðingurinn
Bautista Treccani umbreyttur í bróður í Drottni, 5
hamingjusaman kristinn mann.
Þessi undursamlega gleði og friður, sem hann
nú loksins hafði fengið, spratt upp eins og si-
streymandi lind, er ekkert lát var á.
1 einrúmi var hann fagnandi og gat aldrei nóg-
samlega j)akkað Guði fyrir sitt undursamlega frelsi.
Kærleikur hans til Jesú varð svo mikill að það
fyllti alla veru hans.
Þegar hann nú ekki lengur var prestur í þjón-
ustu kaþólsku kirkjunnar, snéri hann heimleiðis,
og hér mætti honum mikil og bitur reynsla. Dyrn-
ar á bernskuheimilinu voru honum lokaðar. Syst-
kini hans og hinir aðrir bæjarbúar voru mjög
fjandsamlegir í hans garð. Einkum tók hann
sárt afstaða móðurinnar, og hann bað mikið fyrir
þeim, að j)au mættu frelsast.
Margar aðrar þrengingar biðu hans. Dag nokk-
urn, þegar iiann kom heim í herbergi sitt, sá hann
að allar jarðneskar eigur hons voru gersamlega
eyðilagðar. Ekkert hafði verið undanskilið í þessu
æðiskasti nema dýna og prestshempa. Hitt allt var
brotið og bramlað, skorið, rifið og táið, svo að
engu varð bjargað af þvi.
En Treccani hafði öðlazt stærri fjársjóð en jarð-
neska fjármuni, og þeir sem höfðu lnigsað sér að
vinna honum mein, náðu ekki tilgangi sínum.
Treccani gat tekið á móti þessu án gremju eða að
finna til haturs.
Kallið til Indíánanna, sem hafði varðveitzt hið
innra með honum, leiddi hann aftur til hins fátæka
fólks Andesfjallanna. Hér lifði hann lífi í trú, því
að hann hafði engan fjárhagslegan bakhjarl, sem
gæti stutt hann. Ilann hafði bókstaflega farið út
án pyngju, mals og skóa og reynt það, að Guð
svíkur aldrei. Stundum liðu langir tímar, þegar
engir peningar voru til, en hann var lítillátur og
hinir trúuðu sáu fyrir nauðsynlegustu þörfum hans.
Nú hafði hann boðskap að flytja um kærleika
Guðs, um fórn Jesú, sem snerti alla syndara, um
þennan blessaða frið, og allt þetta gat orðið stað-
reynd fyrir þá sem vildu.
Hann skrifaði móður sinni mörg bréf og vitnaði
fyrir henni um hjálpræðið, og hvað það hafði þýtt
fyrir hann sjálfan — prestinn, sem varð að láta
ómenntaðan Indíána fræða sig um veg Guðs. Hægt
og varlega fór hún að leita Guðs. Dag einn barst
47