Fróði - 01.09.1911, Side 13

Fróði - 01.09.1911, Side 13
FRÓÐI. 9 “Sólin er heit í dag”, mælti prestur, og þurkaði hrukkótta andlitið sitt með rauðum baðmullarklút, “og eftir skýjafarinu að dæma, þá lítur út fyrir aö hann muni brátt hvessa. Hvernig líður húsfrú Roussillon í dag?” “Hún er sínuddandi eins og henni er títt, þegar hsnni líður sem allra bezt”, svaraði Alice. “Af því varð ég að taka að mér embætti hennar við ofninn og baka skorpusteikina. Mér varð helzt til heitt í þeirri stöðu, svo ég hljóp út til þess, að kæla mig í golunni. Ó! þér þurfið ekki að brosa eða að fá vatn í munninn, prestur rninn, skorpusteikin er ekki gerð fyr- ir tennurnar yðar!” “Dóttir góð! ég vona, að ég sé enginn mathákur; það eru ekki tvær stundir liðnar síðan ég borðaði kjöt — steikt- an ungan íkorna, er René de Rossvihe sendi mér. Hann gleym- ir aldrei gamla sálusorgaranum sínum”. “Ó, ég gleymi yður ekki heldur, kæri faðir; ég hugsaði stöðugt um yður í dag, er ég var að búa til skorpusteikina og fylla hana út með kirsiberjum. Og vitið þér, hvað ég sagði við sjálfa mig í hvert skifti, er ég tók út úr ofninum steikar- lcöku, senr lögurinn svall út úr og Var svo undur ætileg?” “Hvernig ætti ég að vita það, barn?” “Jæ-ja; hugsun mín var á þessa leið: ekki einn einasti biti af þessu góðgæti slcal koma inn fyrir van'r séra Berets”. “Hvað vakti þessa hugsun hjá þér, barn?” “Hún kom af því, að þér sögðuð, að þaö væri ljótt af mér, að lesa skáldsögur og að þér sögðuð húsfrú Roussillon, að fela þær fyrir mér. Eg hefi þolað ýms óþægindi fyrir það”. “Svei, svei! lestu góðu bækurnar, er ég gaf þér, þær munu brátt drepa fýsnina eftir flónslega sömdum skáldsögum”. “Eg hefi reynt það”, sagði Alice, “revnt það af öllum mætti, en það er árangurslaust. Bækurnar yðar eru leiðinlegar og heimskulega þungar. Hvað varðar mig um hvað kjánalegir dýrðlingar tóku sér fyrir hendur fyrir mörgum hundruðum ára á hallæris og drepsótta tímum? Þessir dýrðlingar hljóta að hafa verið fremur óálitlegir náungar, og rriér virðist allir þeir einnig

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.