Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 32
28
FRÓÐI
mér til þessa”. mælti Kit um leiS og þeir kvöddust. “Ég hlaut
að reyna að komast í burtu frá honum O. Hara. eitthvað út í
veröldina”.
“Hver er hann, þessi O. Hara, er það Japi?”
“Nei, hann er Iri, og hann rekur menn áfram sem þræla,
þó að hann sé bezti vinur minn. Hann er ritstjóri og eigandi
að blaðinu “The Billow”. Hann lætur jafnvel draugana
hlaupa”.
Þetta kvöld skrifaði Kit Bellew O. Hara miða: “Ég ætla
að taka mér nokkurra vikna frítíma”, sagði hann, “þú verður að
útvega þér einhvern bullara, til að skrifa söguna sem ég var byrj-
aður á. Mér þykir það leitt, vinur, að þurfa að fara, en ég má
til að gera það heilsunnar vegna. Ég skal vera tvöfaldur í roð-
inu þegar ég kem aftur.
II.
Kit lentí nú með öðrum á ströndinni við Dyea, og þar var
hrúgað upp þúsund punda farangri handa þúsundum manna.
Þessu var öílu hlaðið upp á ströndinni í haugum, sem bólar
væru. Og svo var farið að smátína úr haugunum. Allan þenna
farangur þurfti að bera á mannahryggjum tuttugu og átta mílnr.
Áður fyrri hafði verið goldið 8 cent undir pundiö þessar 28 míl-
ur, en Indíánar settu það nú upp í 40 cent, og samt höfðu þeir
stórum meira að flytja en þeir gátu komist yfir. Var það ljóst,
að vetur yrði kominn áður en helfingur farangursins kæmist yfir
skarðið.
Tetrið Kit var nú æði græningjalegur þarna. Hann var
sem fleiri girður belti miklu með skothólkum og stóreflis skamm-
bvssu. Sama var að segja um frænda hans. Hann óraði til
fyrri daga, þegar allir gengu vopnaðir.
En Kit var gjarn á æfintýri. Gullþotið töfraði hann og
hann skoðaði líflð frá sjónarmiði listanna. Honum fanst þetta
engin alvara. Hann var þarna að taka sér frítíma og ætlaði sér
að eins að gægjast yfir skarðið, og snúa svo aftur.
Hann gekk nú upp úr fjörunni, á meðan þeir voru að blða
eftir því að farangurinn yrði fluttur í land. Stefndi hann leið