Fróði - 01.09.1911, Síða 36

Fróði - 01.09.1911, Síða 36
32 FRÓÐI. “Smáhvíldir og stuttir áfangar munu veröa happadrýgstir”, tautaöi hann með sjálfum sér. Stundum komst hann ekki ioo yards, og í hvert skifti, sem hann brölti á fætur, varð byrðin þyngri og þyngri. Hann gekk upp og niður, en svitinn rann af honum í lækjum. Áður en hann var kominn fjórðung mílu fór hann úr ullarskyrtunni, og hengdi hana upp á tré eitt. Litlu seinna fleygði hann hattinum. En þegar hann var kominn hálfa mílu, fanst honum hann vera al- veg uppgefinn. Hann hafði aldrei fyrri á æfi sinni reynt annað eins á sig. Og hann þóttist fullviss urn, að nú gæti hann ekki meira. Og þegar hann sat þarna í örvinglan sinni, varð honum litið á skammbyssuna og skothylkin. “Tíu pund af járnarusli”, tautaði hann við sjálfan sig, spenti af sér beltið og fleygði öllu frá sér. Hann fór ekki að hafa fyrir að hengja þaö upp á tré, heldur fleygði því út í kjarrskóginn. Og þegar hann fór að taka eftir burðarmönnunum sem fram hjá fóru, þá sá hann að hinir græn- ingjarnir höfðu flestir kastað skammbyssunum eins og hann. Áfangar hans urðu styttri og styttri, stundum komst hann ekki nema ioo fet, þá var æðaslátturinn orðinn svo harður, að hann glumdi í eyrum hans, og hnén urðu svo máttlaus að hann varð að hníga niður. En hvílutíminn varð lengri og lengri. En því meira hugsaði hann. Kaflinn sem þeir þurftu að bera var 28 mílur eða í 28 daga. En eftir því sem allir sögðu, var þetta léttasti parturinn af leiðinni. “Bíddu við þangað til þú kemur í sjálft Chilkoot skarðið”, sögðu margir við hann, meðan þeir sátu hjá honum og hvíldu sig, “þá verður þú að skríða upp skarðið á höndum og fótum”. “Það kemur aldrei fyrir mig að fara upp það skarð”, mælti hann. “Löngu fyrri, en til þess kemur verð ég lagstur til hvíld- ar undir mosanum þarna”. Einu sinni rann hann til en rétti sig aftur. En honum fanst hann allur slitna sundur. “Ef ég dett meö þessa byrði á bakinu, þá er úti um tnig”, mælti hann við annan burðarmann. “Það er ekki neitt”, var honum svarað. Bíddu við þangað

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.