Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 45
FRÓÐI.
4i
ir fætur hennar. Hún tók upp myndina og sá, aö það var konu-
rnynd forkunnar fögur.
Hún gekk meö myndina inn í herbergi sitt og settist viö
skrifborðið, reisti myndina upp viö eirlíkneski af vængjaðri sig-
urgyðju, krosslagði hendurnar og fór að horfa á þetta fríða and-
lit. Smátt og smátt fór hún að minnast rauna sinna og hvað
vonir hennar höfðu brugðist og ást hennar að engu komið. Loks-
ins hrópaði hún upp:
“Þú, — þú eyðilagðir hjá honum trúna og traustið á öllu
kvenfólki. Ég hata þig! — ég hata þig!”
Hún rak hnefann í hina fögru mynd. Myndin og líkneskið
féllu niður af skrifborðinu, og var þá fegurö myndarinnar farin.
Þegar hún kom til sjálfrar sín eftir þetta, heyrði hún lækn-
irinn segja:
“Ég sagði yður að veikin væri illkvnjuð. Þér fóruð of
snemma út”.
Hún hristi höfuðið.
“Nei, það var kvölin gamla. Ég hefi oft fundið til hennar
áður — en aldrei eins og nú”.
Daginn eftir kom læknir hennar með annan frægan lækni
með sér. Þeir skoðuðu hana og niðurstaðan varð sú, aö það
þyrfti þegar í stað að skera hana upp.
Hún sat kyr og þegjandi. Loks sagði hún:
“í næstu viku?”
“Innan 48 klukkustunda”, sagði hinn aðkomni læknir.
“Það er ómögulegt”, sagði hún fastlega. “Maðurinn minn
fór heimleiðis frá San Francisco í gær. Eg verð að sjá hann
— áður”.
Læknirinn horfði hvasslega á hana og sá engan ótta, held-
ur einbeittan vilja á þinu föla andliti hennar.
“Þá hafið þér að eins eitt tækifæri af hundr.að að lifa eftir
skuröinn”, mælti læknirinn.
“Það verður að sitja við jmö, ég vil bíða”.
Hún lá í dýrasta herberginu á besta og dýrasta sjúkrahús-
inu í borginni. Lestin, sem maður hennar var á, var komin á