Fróði - 01.09.1911, Page 48

Fróði - 01.09.1911, Page 48
44 FRÓÐI. Nýjar hugmyndir um uppeldi barna og fræöslu. Eftir Addington Bkuce. Lauslega þýtt. M. J. Sk. “LífiS alt er Ieikur’T, sagöí eítt skáldið okkar, en þó aö hann segði það í gáska og glensi, þá var hann þó nær sannleik- anuin, en hann sjálfur hafði hugmynd um. Ef vér förum að hugsa út í það, þá sjáum vér hann svo> glögglega þenna leik, eða þessa óendanlegu margbreyttu leiki. Leikurinn er stundum hörkuleikur, stundum grimmúðugur, hat- ursfullur, stundum þreytandi og leiðinlegur, en þá vana)ega sjálf- um oss að kenna, en stundum er hann líka fjörugur, skemti- legur og unaðsfullur. . Vér hefjum hann, þenna íeik, undir eins og vér förom aö vitkast, og höldum honum fram alla æfina í gegn. Og hver sem út í það hugsar, getur séð það, að því léttara sem hann tek- ur sér lífið, því ánægjuríkara verður þaö honum. t>að bætir hvorki manninn né lífskjör hans, að sýta eða gráta yfir misför- um eða glappaskotum. Eina ráðið er að breyta stefnonni og bæta sig og hefja svo leikinn á nýjum grundvelli. Ég á ekki við að vér eigum að hætta að vinna, það er langt frá. Vinnan er eitt atriði og aðalatriðið í leiknum. En vér eig- um að ger^ hana og alt lífsstarfið eins mikið að leik og vér get- um. Þá ættu tárin að verða færri í heiminom, og margur mað- urinn hallaði þá höfðinu rólegri á koddann í seinasta sinni. En nú hafa margir hinna merkustu vísindamanna á seinustu tímum farið að halda því fram, aö uppfræðsla öll eigi að vera leikur einn, og sýna það með óhrekjandi dæmum, að börnin geta lært margfalt betur og margfalt fljótara með hinni nýju aðferð, en hinni gömlu. Menn hafa þegar kastað svipranni og vendinum við uppeldi

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.