Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 4

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 4
Afmœliskveðja Muninn þrítugur — eða jafn-gamáll Menntaskólanum á Akureyri. Það er áreið anlega engin hending, að svo er. Það var vöxtur í gamla Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri á árunum, er hann var að breytast í menntaskóla undir ótrauðri og stórbrotinni forystu Sigurðar Guðmundssonar. Muninn var eitt tákn þeirrar grósku. Áður hafði að vísu verið blað í skólanum, Skólapilturinn, og margt þar eflaust vel sagt, en blaðið bafði aldrei verið prentað, aðeins liand- skrifað í einu eintaki og lesið úr því á skóla- fundum. Nú átti að færast meira í fang, og Muninn varð til. Ég var ekki í skólanum á fyrstu árum Munins, svo að mér er ferill hans ekki gerla kunnur þann tíma. En síðan befir Muninn haldið velli, misjafnlega vasklega þó. Starf- semin hefir gengið í bylgjum, bnigið og ris- ið sitt á 'hvað, ieins og löngum vill verða um mannlega athafnasemi, ekki sízt hjá oss ís- lendingum, sem eru jöfnu tökin erfiðari en mörgum öðrum þjóðum. Ósjaldan hefir það kveðið við hjá ritstjórum Munins, að nemendur væru ekki nægilega áhugasamir um þetta fósturbarn sitt og legðu því ekki lið sem skyldi. Og satt er það, að stundum hefði Muninn mátt vera betur úr garði ger. En eigi að síður hefir hann rækt gagnlegt hlutverk í skólalífinu. Nemendur hafa þar birt eftir sig sögur og ljóð og greinar um margvísleg efni. Ýmsir hafa séð hugsanir sínar á prenti í fyrsta sinn á síðum Munins. Er það áreiðanlega nokkur lífsreynsla. Muninn hefir þannig orðið æfingarvöllur fyrir suma þá, er síðar áttu eftir að hætta sér út á víðara vang. Nægir þar að nefna fyrsta ritstjóra blaðsins, Kar! ísfekl, sem nú er meðal orðslyngustu þýðenda þjóðarinn- ar. Eitt Iield ég megi með sanni segja um Munin, að hann hafi að jafnaði verið prúð- mannlega ritaður, enda haldið utan við allt stjórnmálaþref, sem við höfum meira en nóg af annars staðar. En ekki myndi saka. þótt meira væri af þróttmiklu æskufjöri á blöðum Munins. Óska ég þess, að Muninn megi í framtíðinni sameina þetta tvennt: lífrænan þrótt og menningarlega háttu. Frá fyrri árum minnist ég þess, að Sig- urður skólameistari hafði stundum orð á því, að margir blaðamenn og flestir af aðal- ritstjórum landsins þá væru gamlir nem- endur þessa skóla. Var slíkt hending eða voru hér áhrif frá skólanum? Eða var það aðeins norðlenzk framgirni, sem hér réð mestu um? Því skal látið ósvarað. En stað- reyndin var þessi. Og enn er það svo, að all- margir af starfsmönnum blaðanna og sumir ritstjóranna eru gamlir nemendur skólans. Um það skal ekkert fullyrt, hvort Muninn hafi átt nokkurn þátt í að beina þeim á braut ritstarfa og blaðamennsku. En hér af má þó ráða, að Muninn á að vera eitt af tækjum skólans til að búa nemendur undir þau verkefni, sem bíða þeirra í framtíðinni. Á þessum tímamótum vil ég, fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri, þakka Munin fyrir framlag hans í menningarviðleitni skólans. Ég óska þess, að hann megi í fram- tíðinni auðga skólalífið og efla þroska þeirra, sem fórna honum starfi og kröftum, svo að þeir verði færari til þess síðar um ævi að vinna gagn landi og þjóð. Þórarinn Bjömsson. 44 M U N I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.