Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 25
Spámaðurinn í mörkinni
BIRGIR STEFÁNSSON:
Á gnípunni stóð hann einn sólheitan sumardag
og sagði:
„Ungu börn, búið ykkur í hag
að bragði,
sem bezt þið megið.
Ljáið engum lið,
sem lífgar nýjan sið,
er fornir fyrnast við.
Kveðið svo drottni dægurlag
og dugið.“
Sonnetta
Ég staldraði við eitt stundarkom í salnum
og starði á mynd, sem var dregin í ókunnu landi.
Það fylgdu henni töfrar, ferskur — og skoplegur
andi,
sem frásögu þeirri, er við lásum um Jónas í
hvalnum.
Og ef til vill þess vegna varð ég þeim hugsuniun
háður,
hvaðan sú mynd væri komin í þennan sal,
og reyndi að hefja við heimskingja gáfulegt tal.
— Ég hafði litið fyrirsætuna áður.
En litverpi blærinn mér leizt ekki
kunnugur vera,
og liðið atvik á huga minn stöðugt sótti.
En hver getur verið ungur nema einu simii?
Ég labbaði burtu og lét eklti á neinu bera,
því að lífið er aðeins skyndisókn — og flótti;
og allir drekka þess umflýjanlega minni.
LjóÖ
Athugasemd á vegabréfi til
annars heims
Hann fæddist upp á félagsheimili andans
við fyrirheit, sem brunnu í glóðum dagsins,
þótt aldrei greindi hann undirtóna lagsins,
sem ómaði dýpst í guðræknisvitund landans.
Það eina, sem hann lærði af lífsins siðiun
og langaði reyndar aðeins til að kunna,
var að gleðjast, iðrast, þjást og unna,
og enginn stóð honum framar á þessum sviðum.
Hann lifði á móti lýðsins kristnu vonum
— og líklega var það sterkasta trikkið hjá
honum.
Þrílita f jólan og ég
Lékum okkur í lækjarhvammi
á Ijúfum smnardögum,
gerðum okkur glysborgir
í grænum vonarhögum.
í fossins nið þú fræddir mig
um fyrnin öll af sögum
og ómþýðum lögum.
Ennþá kann ég þau ævintýr
í bögum.
M U N I N N 65