Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 22

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 22
undir höfði til að byrja með og aldrei gera of lítið úr frumsmekk beggja. Hinn þrosk- aði smekkur kemur með tímanum við nán- ari kynni. En jafnvel svokallaður þroski getur leiðzt afvega, og enginn skyldi gleyma því, að eyrun geta vanizt ófögrum hávaða sem tungan slæmu bragði, sé slíku að þeim haldið. Og vísast er okkur hættara við að svíkja hlustirnar, en þeirn að svíkja okkur. Þá er það loksins formið, heildarsvipur tónverksins, hvernig okkur geðjast að setn- ingaskipun og setningatengslum, og hversu sjálfstæða persónu tónverkið kynnir hlust- andanum sem slíkt, og loks, hvort ekki megi greina einhverja undiröldu, sem geng- ur í gegnum allt verkið. Á það einkunr við um hin stærri form, óratóríur og óperur, en einmitt þar er að leita þeirrar táknrænu dulauðgi, sem ögn lrefur verið drepið á hér að framan. En eins og ég hef þegar tekið fram, geta menn ógjarnan tileinkað sér þessa dýpt tónlistarinnar, fyrr en eftir mikla snertingu og enda sérþekkingu á þeim efn- um. En áhrif hennar orka á þá meira og minna eins fyrir því. Þetta er að vísu ófullnægjandi skýring á gervi listarinnar í tónum, en gæti þó máske orðið einhverjum til skilningsauka og um- hugsunar. En nú skulum við athuga með hverjum hætti tónlistin grípur um sig í hugum okkar, og hvaða sálrænt eða þrosk- andi gildi hún getur haft fyrir þá, sem kom- ast í snertingu við hana. IV. Við segjum oft um hitt og þetta, sem við höfum engan áhuga á, að við látum það inn um annað eyrað og út um hitt. Sé ekki hin vísvitandi eftirtekt með í spilinu eða skvn- semi og skoðun viðlátnar til að samþykkja eða hafna, gleymum við því óðara. Öðru máli gegnir um listina og þá tónlistina ekki sízt, því að hún talar til hjartans eftir leið- um tilfinninganna. Skynsemin kemur þar lítið við sögu, sem einu gildir, því að eng- um er kunnara en tónlistarmönnum.að tón- verk, sem eru skynsamlega óaðfinnanleg, hvað byggingu snertir, geta verið algjörlega innantómur leirburður, en aftur önnur, sem frá skynsamlegu sjónarmiði eru stór- gölluð, geta verið hreinustu perlur. í al- gengri merkingu er tónlistin ekki skynsam- leg, og kannske er það meðfram vegna þess, að við getum ekki varizt áhrifum hennar. jafnvel þó að við vildum. Ég efast ekki um, að margir hafi veitt því athygli, að lagi, sem þeir heyrðu í fyrsta skipti, hafi skotið upp í vitund þeirra vikum eða jafnvel mánuðum síðar. Hafi lagið hrifið hlustandann, má skýra þetta svo, að undirvitundin hafi verið nógu næm til að læra það og skili því síðan upp í dagvitundina, sem líka gerði sitt til að grafa það upp. En sé nú ekki um neina hrifningu að ræða við fyrstu heyrn, heldur tómlæti og jafnvel andúð hlustandans, og samt skýtur laginu upp í dagvitund hans eftir lengri eða skemmri tíma, fer þá ekki fyrirbærið að verða athyglisverðara? En einnig þetta á sér stað. Síðan ég var á unglingsaldri, hef ég jafn- an haft vakandi eftirtekt á öllum svona fyr- irbærum og alltaf með sama árangri, og oft svo greinilegum, að mér hefur stundum leg- ið við að álykta, að það skipti ótrúlega litlu, hvort maður hlusti með eða án athygli á fagurt lag, hvað það snertir. Það skal í hann samt. Þar með slæ ég ekkert af því, að það er í alla staði heimskulegt og vítavert að þrjózkast við að heyra. Ég veit mörg dæmi þess, að lagi, sem menn hafa hlustað á tveim til þrem sinnum með misjafnri athygli og jafnvel þrjózku, hafa þeir bunað upp úr sér, eða a. m. k. köflum úr því, vikum og mánuðum síðar. Þá fer það að ónáða hrifvitund þeirra, „hringía í hausnum á þeim“, eins og þeir venjulega komast að orði. En það er annað athyglisvert í þessu sam bandi, sem sé: að einungis fögur lög eða sérkennileg á einhvern hátt ganga þannig aftur, eða þá mest sláandi kaflar þeirra, en 62 m u N I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.