Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 38

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 38
— Hvað 'hefur þú unnið lengi í P. O. B.? „Ég hóf prentnám sumarið 1912 hjá Oddi Björnssyni. Síðan hef ég unnið í þeirri prentsmiðju. Oddur var mjög fær í sínu starfi og frábærlega vandvirkur, og vildi ég óska þess, að sú dygð fjaraði eigi út eða hyrfi úr íslenzkri prentlist. Hann hóf fyrstur útgáfu á Bókasafni alþýðu, er vakti sérstaka athygli fyrir vandaðan frágang og gott bókaval. Má þar nefna rneðal annarra bóka Þyrna Þorsteins Erlíngssonar. Oddi var einnig mjög sýnt um að greiða götu ungra skálda og rithöfunda.“ — Já, þetta er langur starfsferill, og þú hefur farið höndum um mörg ritverk og blöð á þessum tínra? „Já, satt er það. Og ég get bætt því við, að ég hef prentað fleiri ljóðabækur Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi en nokkur ann- ar prentari.“ — Þú manst vitanlega eftir því, er Mun- inn var fyrst prentaður hér niður frá? „Ég man eftir honum, frá því að hann hóf göngu sína sem prentað blað. Og alltaf lief ég liaft garnan af því að handleika hann. Það er eins og ferskur og hressandi fjalla- blær leiki um mann við lestur hans.“ — Hvað finnst þér um efni hans og mál- far Menntlinga? „Því er fljótsvarað; mér líkar hvort tveggja vel. Einkum finnst mér Muninn jafnbeztur síðastliðin tvö ár, og hafa þó margir góðir menn skrifað í hann áður, eins og til að mynda Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor og Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi. — Já, Muninn er vel skrifaður, og ykkur virðist sýnt um málið. Haldið áfram á þeirri braut, því að móðurmál okkar er ótæmandi uppspretta auðlegðar og fegurð- ar. Og einhvern veginn er því svo farið, að mér finnst sem nemendur Menntaskólans á Akureyri standi nemendum annarra skóla framar um meðferð móðurmálsins. Að ég tali nú eigi um hagmælskuna, sem legið hefur þar í landi um tuga ára bil. — Finnst þér þá æskilegt, að skólafólk brjóti heilann um andleg efni og láti niður- stöðurnar frá sér fara? „Mér þætti stórt skarð fyrir skildi, ef Muninn hætti að koma út og menntaskóla- nemar hættu að birta frumsmíðar sínar og láta ljós sitt skína meðal lýðsins.Eitt vildi ég þó sérstaklega brýma fyrir menntaskólanem- um, eldri sem yngri, að sýna árvekni og hörkudugnað í námi og starfi og skipa sér fast um heill og heiður skólans. Sýnið á-vallt áhuga og drengskap, skörungsskap og þjóð- hollustu í 'hverju því starfi, sem eitt og sér- hvert ykkar kann að taka sér fyrir hendur á lífsleiðinni." — Vildir þú flytja Munin einhverja af- mælisósk eltir langar samvistir? „Ég vildi óska honum gæfu, gengis og allrar blessunar í framtíðinni, og að hann mætti vaxa enn að vizku með síhækkandi flugi. — Jæja, þú hefur nú spurt mig svo í þaula, að ég legg til, að við snúum þessu við.“ Þá lagði ég frá mér pennann og hafði yfir helztu atriði ævisögu minnar. Hér var viðtalinu lokið, og ef ég þekki Jón rétt, verður allt að standa, sem komið er, lrvorki of né van. Að skilnaði leysti Jón mig út með fork- unnarfagurri og skemmtilegri gjöf. Er það bók, sem heitir: Sumar gengur í garð. Hef- ur Jón haft allan veg og vanda af samningu hennar, prentun og frágangi. „Vertu blessaður og sæll, Birgir minn, og þakka þér fyrir, að þú leizt inn til mín. Biddu svo Munin að skila kærri kveðju minni til þeirra Heirnis Steinssonar og Kjartans Rúnars Gíslasonar. En skilaðu sjálfur kveðju minni til Halldórs Blöndals, Þóris Sigurðssonar og annarra fyrirmanna Munins. Halldór hefur heitið mér því að heimsækja mig í hvert sinn, er hann kemur til Akureyrar. Já, og það jafnvel þótt hann yrði páfi. Ennfremur bið ég svo Munin að skila kveðju minni til skólameistara, kennenda (Framhald á bls. 82.) 78 m u N I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.