Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 42
til að varpa fram einni spurningu. Hve
lengi á að bíða eftir því, að stúdentar úr
hinum ágætu menntaskólum þjóðarinnar
standi í forystu atvinnubaráttunnar, að þeir
verði miklir kaupsýsluhöldar, kaupfélaga-
leiðtogar, skipstjórar, bændur og fram-
kvæmdastjórar mikilla atvinnufyrirtækja
o. s. frv.? — Það er auðvelt fyrir landið að
fá góða og menntaða embættismenn og
fræðimenn, en þar er ekki, eins og málum
er nú komið, nægilegt verkefni fyrir 200
stúdenta, senr nú ganga fram á leikvöllinn
ár hvert. En það, sem hér er vangert, bíður
hinna ungu manna, líka þeirra, sem njóta
nú prýðilegrar aðstöðu til nárns fyrir at-
beina Arnljóts Ólafssonar og eftirmanna
Iians í endurreisnarmálum Hólaskóla.
Hvað segið þér um landsprófið?
Það er slæm uppfinning, sem er ekki
hægt að gefa nægilega skýringu á í stuttu
máli. Ég hef hug á að ræða það mál síðar í
útvarpi.
Hvernig lízt yður á að færa sunnlenzka
menntaskólann frá Laugarvatni að Skál-
holti?
Auðvitað er Skálholt mjög góður skóla-
staður frá náttúrunnar hendi. Þar er jarð-
hiti í landareigninni og mikil náttúrufeg-
urð, en staðurinn hefur verið gleymdur og
illa með farinn í 150 ár, og þegar umtal
byrjaði á Suðurlandi um sunnlenzka skóla,
minntist enginn á Skálholt, áhuginn beind-
ist að Laugarvatni. Þar kom héraðsskóli,
kvennaskóli, íþróttaskóli og síðast mennta-
skóli. Þann skóla skortir að vísu nokkurn
húsakost, en þar eru 100 nemendur og all-
mikið kennaralið. Það var enginn áhugi
fyrir Skálholti, meðan menntaskólahug-
myndin var að ryðja sér til rúms sunnan-
lands. Menntaskólinn óx upp í skjóli Hér-
aðsskólans að Laugarvatni, alveg eins og
Menntaskólinn á Akureyri var óframkvæm-
anleg draumsýn nema í skjóli Möðruvalla-
skóla. í Skálholti kemur væntanlega bisk-
upssetur og prestaskóli, og þá er kröfum
sögunnar fullnægt.
Hvað segið þér um blaðaútgáfu í skóla?
Skólablöð eru lífsmerki. Ef ungmenni í
skólum halda ekki málfundi og hafa ekki
með sér félagsleg áhugamál og æfa ritleikni,
þá er slík stofnun varla á vetur setjandi. Frá
Möðruvallaskóla komu margir vel ritfærir
menn og nokkur skáld. Ég vona, að ykkar
skóli verði líka sigursæll á þeirri braut. Vil
ég svo að síðustu biðja ykkur að bera kenn-
urum ykkar og skólasystkinum kveðju mína
og heillaóskir og þar með þá tillögu, að þið
hættið að kalla ykkur menutskælinga, því
að nokkur ástæða væri til að leita álits
smekkgóðra manna á íslenzkt mál um það,
hvort þetta orð sé boðlegt stofnun, sem
þjóðin hefur unnið mikið til að koma á fót
og líkar vel við, nema að því er snertir þetta
heiti, sem mun hafa verið fundið upp af
gráglettnum púka í undirheimum. Og varla
mundi Eyfirðingurinn Jónas Hallgrímsson
liafa valið mestu menntastofnun héraðsins
þetta gælunafn.
Muninn þakkar Jónasi Jónssyni frá
Hriflu góðar móttökur 02: greið svör.
O 00
Þ. S. og H. B.
STALDRAÐ VIÐ í
PRENTSMIÐJUNNI
(Framhald af bls. 78.)
og nemenda að fornu og nýju, lífs og lið-
inna.
Og að lokum þetta:
Sækið fast
inn í framtíð bjarta!
Leitið lista,
ljóðs og sagna
í ljóssins heimi.
Lifið heil!“
Klukkan hafði ekki svikizt undan merkj-
um, og varð ég að hafa hraðann á til að ná í
stélfjaðrirnar á Erni, áður en hann lokaði.
82 MUNINN