Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 33

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 33
lausa vísnaþáttur Enn hefur lausavísnaþátt. Ekki er nú urn auðugan garð að gresja. „Allt er lrirt og allt er birt,“ sem borizt hef- ur. Ekki er ég samt að fara fram á vísna- sendingar, því að það þýðir ekkert. En ef einhver skyldi nú luma á, þótt ekki væri nerna einni vísu, þá langar mig að minna á, að hvergi er hún betur geymd en í þess- um þætti. Skömmu eftir matarfélagsfundinn fræga var þessum fyrri hlutá varpað fram: Kempan Dóri á kvenfólkið kastar svívirðingum. Og botnaður samstundis af karlfrelsis- manni: Það er ljótt að þybbast við þessum vesalingum. Næsta vísa er svo hugleiðing dapurs manns, sem misst hefur elskuna sína. Skáld- ið kallar hana „Kveðið í skógi í september". Dimm er mörkin, degi hallar, dapur ég geng um skóg. Til mín dauðinn kaldur kallar: Kom, þú hefur lifað nóg. Ég vissi af hagyrðingi einum, sem gjarna lætur fjúka í kviðlingum. Er ég hafði geng- ið á hann nokkra hríð. kvað hann: Lítill fengur leirinn þinn í lausastökusorphauginn. Hvernig gengur, Halldór minn, „hungurvökuþátturinn"? Kveðið hafði hann og til kvenfrelsi- kvenna: Gengur hún með gremjusvip og gamalt meyjarstolt, sundurbrotið sálarskip og svindlar „holt og bolt“. Misjafnlega hefur honum gengið kvenna- farið: Mér er orðin mikil Jrörf á meynni þýðu. Verst er að þurfa’ að standa’ í stríðu við stúlkurnar um þeirra blíðu. Menntskælingi var brigzlað um að hafa tilhneigingu til stúlku, sem var lítil fyrir sér innra fyrir andann en þeim mun girnilegri hið ytra: Við vorum, eins og ýmsir hér ætla, stundum saman, því alltaf sýndist mærin mér meinlaust augnagaman. Vinur þess hins sama hafði verið kokk- álaður: 'Þótt rekja megi raunir sveins að rofnu meyjarorði, ég fæ mér bita alveg eins af afmors nægtaborði. Tveir sátu menn á kaffihtisi og fundu gróskuna leggja frá næsta borði: Þegar kvöldar, konurnar kveikja’ í drengjum, rætast völdum vonirnar með vetnissprengjum. M U N I N N 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.