Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 50
SKÓGARM AÐUR.
LÍÐANDI STUND.
Allt það, sem ég unni fyr,
er mér horfið' sýnum.
Ég er einn, og enginn spyr
eftir leiðum mínum.
Mér hafa ógnað örlög súr,
og í veröldinni
fleygir steini enginn úr
ólánsgötu minni.
Ég hef glímt við krappan kost
kífs í hamrastöllum,
það hafa ógnað funi og frost
ferðum mínum öllum.
Éinn í hugans óbyggðum
auðnir lífs ég kanna,
það er jafnan þögult um
þrautir skógarmanna.
KRISTJÁN EINARSSON frá Djúpalæk.
11. árg., 4.-5. tbl.
HVERNIG Á AÐ BREYTA SVO
ÖLLUM LÍKI?
Samvizkan má aldrei ráða gerðum manns.
Enginn má hugsa um, hvað rétt er og hvað
rangt, heldur það, sem mælist bezt fyrir. Sann-
leikurinn verður að liggja á hillunni, þangað til
að svo ber undir, að hann kemur hvergi óþægi
lega við. „Allra vinur, en engum trúr,“ verður
maður að vera. Skoðanir og hugsanir annarra
verður að meta meira en sínar eigin. Sízt af öllu
má reyna að framfylgja hugsjónum sínum,
hversu fagrar sem þær eru. í deilumálum verð-
ur að fara meðalveginn og láta undan síga, ef
maður á sjálfur í hlut. Bezt er að tala við ná-
ungann svo, sem honum fellur vel í geð, en
halda ekki sannfæringu sinni til streitu, ef skoð-
un hans er önnur. Auðæfi má ekki virða lítils,
því að þau hafa mikil áhrif á dóm annarra.
JÓHANNES EGILSSON.
1. árg., 6. tbl.
Þessir dagar, þeir líða, og lífið
lifir og styttist með þeim.
Þeir eru áfangar, aðeins
öreind í tímanna heim.
En þcssir dagar, sem dvína
og dvelja aldrei nokkura stund,
geyma þau atvik, sem eru
óskanna gullvæga pund.
ÓSKAR HALLDÓRSSON.
17. árg., 2. tbl.
Ritnefnd Munins sendi Þuru í Garði vísur, er
hún kom hingað til skólans fyrst, þ. e. 1941.
Ertu Þura alkomin
austan af Mývatnsheiðum?
Hver er annars ætlunin?
Ertu á karlmannsveiðum?
Alltaf lifir Afmor þó,
undirförull snákur.
Hver er það, sem kellu dró,
kennari eða strákur?
En ef þá brestur alla þor
eystra þér að sinna,
muntu þá á meðal vor
mannslund nokkra finna?
Svar Þuru:
Ekki kom ég yfir heiðar
í austan rmnbu og þorrasnjó
á Menntaskóla-mannaveiðar,
miklu hærra vonin fló.
Krákan heima sagt er svelti,
sú fær gnægð, er burtu fer,
bjarma af gulli brezku ég elti
og borðalögðum offiser.
90 M U N I N N
14. árg., 2 .tbl.