Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 15
Svo vann móðir Ericsons frá morgni til
kvölds, þangað til fyrir skömmu, að hún gat
farið að slaka á. Hún var fremur lágvaxin,
hárið tekið að grána. Fíngerðir andlits-
drættirnir og skýrleg augun báru vott um
þreytu. Hún beið á stöðinni, unz lestin
rann af stað. — Ericson hrökk upp úr þess-
um hugrenningum, þegar Mac hnippti í
hann. Þeir höfðu legið þarna á þilfarinu
langa stund. Þeir vissu ekki, hve langa. Svo
spurði Mac: „Eigum við ekki að fara að
koma okkur í kojuna? Eg er grútsyf jaður.“
— „Jú, Mac. Það ier líklega bezt,“ svaraði
hinn.
Snemma í september var herdeild þein'a
sett á land við Salernóflóa, vestanvert á Suð-
ur-Italíu. Þar er landslag með afbrigðunt
fagurt. Flóinn er allbreiður og blátt Mið-
jarðarhafið skellur á ströndinni. í norð-
vestri er -Vesúvíus og Kaprí með Bláa hell-
inum, sem við könnumst svo ofur vel við úr
landafræðinni. Fjöllin að baki flóanum eru
brött með blágrænum laufskógum. Ólívu-
lundir vaxa jrar í góðu yfirlæti. — Bráða-
birgðaherskálar þeirra standa nokkra kíló-
metra frá ströndinni. Þeirn var hrúgað upp
í einu vetfangi, þrátt fyrir fallbyssuskothríð
og loftárásir. Það gekk fljótt og furðu vel.
Þeir bjuggust sem bezt til varnar. Ekki
veitti af, því að iÞjóðverjar voru öflugri en
þeir áttu von á. Herskip Bandamanna, sein
lágu úti á flóanum, veittu þeim þann stuðn-
ing, sem þau máttu.
Bardagarnir hörðnuðu með hverjum deg-
inum. Nú fyrst fundu Mac og Ericson, og
yfirleitt allir hermennirnir, hversu grimmi-
legur leikur styrjöld er. Hvergi kemur dýrs-
eðli mannskepnunnar betur í Ijós. Saklausir
menn af ýmsu þjóðerni eru sendir fram
vopnaðir til að drepa bræður sína, og sá
þykir mestur, sem flesta drepur. Jörðin, sem
hver þjóð hefur barizt við að yrkja hörðum
höndum í þúsund ár, er tætt sundur og
eyðilögð. Borgir og þorp, sem hnefi ófriðar-
ins hefur molað, liggja eftir í brennandi
rústum, og í rúsíunum liggja lík sakleys-
ingja í hrönnum. Listaverk, sem aldirnar og
forfeður vorir leifðu, eru brotin niður og
orð eins og heimili og hamingja órnerk
dæmd. Þetta finna þeir nú, jregar skotin
þjóta um loftið og sprengjubrotin þeytast í
allar áttir, þó að þeir væru blindir á það,
meðan þeir sátu heirna. Þeir þrá allir frið,
og jreir vita, að sarna máli gegnir um her-
menn óvinaþjóðarinnar. En hvað geta þeir
gert? Ekkert nema skyldu sína, og skylda
þeirra er að berjast.
Eftir hádegi í dag hefur verið hlé á bar-
dögunum. Þeir hafa heyrt eitt og eitt skot
frá fallbyssum Þjóðverja á hæðunum unt-
hverfis flóann annað veifið, en þau hafa
ekki valdið neinu tjóni. Þessi djúpa kyrrð
kemur undarlega við þá eftir hinn sífellda,
Jrunga gný. Flestir eru önnum kafnir við
að lagfæra eitthvað, sem hefur raskazt eða
sækja særða menn og veita þeirn aðhlynn-
ingu eftir því, sem við verður komið. Það
fer hrollur um mann í fyrsta skipti, sem
maður sér vígvöllinn, litaðan blóði, þar sem
hermennirnir liggja og engjast af kvölum.
En með tímanum sljóvgast menn og verða
kærulausir tim sig og aðra. Það er hættuleg
þróun, því að um leið minnkar gildi lífsins
í augum þeirra. — Veðrið er milt og gott,
hermennirnir eru flestir úti við og komið
kvöld. Ericson er að hjúkra særðum manni,
sem liggur á börum við einar skáladyrnar.
Þá sér hann félaga sína þyrpast saman í
hnapp. Svo safnast þeir saman í hópa og eru
háværir. Ericson sprettur upp og hleypur af
stað. Það er ekki um að villast. Póstur-
inn er kominn. Hann þrífur bréf sitt,
hleypur með Jiað afsíðis og rífur það upp.
Það geymir tíu orð: „Móðir þín fórst í loft-
árás á London í gær. — Tom.“ Líkami Eric-
sons stirðnaði. Hann var steini lostinn.
Svona meinleg geta Joá örlögin orðið. Hon-
um datt ekki í hug að gráta. Kannski hefur
stríðið verið búið að venja hann af því. En
það var eins og hann hefði snögglega verið
stunginn í hjartað með hárfínni nál. Hann
M U N I N N 55