Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 43

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 43
Dvöl í víti „Meira kaffi?“ „Nei, ómögulega.“ „Er þetta virkiíega þín skoðun?“ hélt ég áfram. „Já — sannfæring.“ „En ímyndaðu þér, hversu fráleitt það er, að til séu tveir heimar, himnaríki og hel- víti, sem maður lendi svo í eftir dauðann.'1 „Þetta er alls ekki fráleitt, heldur er það miklu fráleitara, að það sé alveg sama, hvernig maður hagar sér í lífinu, að nraður þurfi aldrei að gera reikningsskil gjörða sinna.“ Ég hristi höfuðið og sagði: „Það er alltaf breytilegt fyrir hina ýmsu tíma, hvort vel eða illa er breytt. Það sem er álitið rétt í dag, getur verið álitið rangt á morgun. Hvernig er þá hægt að skipta mönn- um í þessa tvo staði, sem við vorum að tala um? Hverjir eiga að ganga í hvítum kyrtlum með geislabaug um höfuðið og allt svo hreint og gott, sem bezt verður á kosið. Og svo, hverjum á að vísa frá Gullna liliðinu og senda niður á við, þar sem eld- tungurnar bíða þeirra, ásarnt fjölmennum púkaher, — að ógleymdum skrattanum sjálfum?" „Hvort það er nú nákvæmlega svona, veit ég ekki,“ svaraði vinur minn, „en hitt er víst, að hinir ranglátu munu líða fyrir verk sín, en hinir öðlast hamingju." „Nei — alls ekki, menn drepast bara fyrir fullt og allt,“ sagði ég og stóð upp. „En hvað um það, ég þakka þér fyrir kaffið, það er víst búið að opna sparisjóðinn, og ég verð að reyna að herja út smálán til að geta gert fjölskyldunni dagamun um jólin. Vertu blessaður." „Blessaður og gangi þér vel,“ sagði vinur minn, um leið og hann fylgdi mér til dyra. Það voru allmargir í afgreiðslusalnum, — flestir að taka út. Afgreiðsluborðið lá eftir endilöngum salnum, og starfsmennirnir sátu hver í sinni stíu meðfram því. Ég rataði á minn bás. „Jæja,“ sagði afgreiðslumaðurinn, til marks um það, að ég mætti bera upp er- indið. „Gæti ég fengið lán?“ „Lán? — annað lán? Ég man ekki betur en að þú eigir lán hérna fyrir.“ „Ég hef verið veikur undanfarið," sagði ég afsakandi. „Og þó ekki værn nema þús- und krónur,“ bætti ég við. „Ég get það bara ekki, því miður,“ sagði afgreiðslumaðurinn vingjarnlega. „Við megum ekki láta þá menn fá lán, sem eiga lán fyrir.“ Ég andvarpaði, — „jæja — það verðnr þá víst svo að vera.“ „Það er nú það,“ sagði afgreiðslumaður- inn vandræðalega. Ég sneri frá borðinu og hlammaði mér niður á einn stólinn. Kannske að tala við sparisjóðsstjórann, hugsaði ég. Og þó — ætli það verði til nokkurs? En eitthvað verður að gera — peningana verð ég að fá. Ég 'horfði ósjálfrátt á, hvernig gjaldker- inn taldi peninga í ákafa, fór höndum um hvert þúsundið á eftir öðru. Ef maður ætti þó ekki væri nema tvo fimmhundruðkalla af þessum bunkum. Gjaldkerinn stóð upp og gekk frá. Ég fékk MUNI N N 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.