Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 11

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 11
í smásagnasamkeppni þeirri, sem skólablaðið Muninn efndi til vegna afmælis síns, bárust 5 sögur. Okkur undirrituðum, sem fengnir vorum til að dæma um sögurnar, kom saman um, að saga sú, sem hér birtist: Gömul saga með lykkju- föllum, eftir „Adam úr Paradís", — sem reynd- ist vera Ari Jósefsson, — væri verð viðurkenn- ingar. Hinar virtist okkur ekki ástæða til að verðlauna, þótt sitthvað gott væri um ýmsar þeirra. Brynjólfur Sveinsson, Gísli Jónsson, Árni Kristjánsson. mér naumast, en setti sig niður hjá mér og horfði á mig. Ekki var að spyrja að því, ég vissi ekki, hvað ég átti af mér að gera. Við sátum þarna þegjandi. Ég góndi ofan í hylinn, hann á mig. Þar til hann. . . . Gamla konan Joagnaði. Hrm horfði fram fyrir sig, horfin inn í lieim minninganna. Prjónarnir gengu jafnt og þétt. Mér vieittíst erfitt að fylgjast með þræðin- um. Hún virtist lesa sjálfri sér söguna, meðan hún þagði, og lialda síðan frásögn- inni áfram án þess að skeyta um það, sem niður hafði fallið. Það var rétt eins og hún felldi niður lykkjur í sokkbol án þess að taka þær upp aftur. Síðan hélt hún áfram: — Það gekk svona til um sumarið. Við hittumst af og til — oftast niður við ána. Stundum gaf hann mér ljóð eftir sig. Ég brenndi þeim, eftir að hann fór. Þarna virtist ætla að verða ljótt lykkju- fall í söguna. Ég flýtti mér að grípa fram í: — Fór, hvert fór hann? Gamla konan brosti sljólega. — Vertu rólegur, garmurinn — sagði hún — ég skal segja þér frá öllu saman. F.ins og ég var að segja þér, hittumst við Eyjólfur tíðum sumarið sæla. Eins var það um veturinn. Fólk var farið að stinga saman nefjum um okkur. Og Jrar kom að því. Eitt kvöld um vorið sátum við Eyjólfur niðri í hvammi, og 'hann sagði mér, að Ingólfur bróðir sinn væri kominn. Það var eins og jörðin titraði öll- sömul. Svei mér, ef ég var ekki farin að vola. Ég sagði honum allt um okkur Ingólf. Hann sagði ekki neitt, leit ekki á mig, en góndi ofan í hylinn. Það leið langur tími, og alltaf þagði hann. — Veiga — var kallað og aftur kallað. Og hvur keniur hlaupandi fyrir rindann, nema hann Ingólfur. Hann hægði á sér, þegar hann sá okkur, gekk nær og stóð svo fyrir framan okkur. — Veiga — sagði hann — ég bjóst við að hitta þig hér — eina. Ég muldraði einhvurja kveðjumynd, gat M U N I N N 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.