Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 31
IN MEMORIAM
Brynleifur
Tobiasson
Brynleifur Tobiasson, fyrv. menntaskólakenn-
ari, ljest að heimili sínu í Reykjavík aðfaranótt
fimtudags 27. febrúar tæpra 68 ára gamall. Fyrir
aðeins fáum dögum síðan hlustuðum við nem-
endiu* og kennarar skólans á erindi, sem hann
flutti á Sal um eitt hið mesta áhugamál sitt og
eitt mesta alvörumál íslensku þjóðarinnar:
áfengisvarnarmálin. Hann virtist þá svo fullur af
fjöri og eldlegum áhuga, að engum mim hafa
komið til hugar, að svo skamt yrði þess að bíða,
að við frjettum lát hans. Fráfall hans var svo
sviplegt og bar svo bráðan að, að alla setti okk-
ur hljóða við. Um hánótt, ferðbúinn til þeirrar
göngu, sem okkiu* mönnxun er hin erfiðasta —
að mæta við dánarbeð ástvinar; eiginkonu sinn-
ar, hnje hann niður örendur. Hinn mikli alvöru-
maður, trúmaður og trygðatröll, Brynleifur
Tobiasson, gat ekki staðið undir svo þungri
byrði. Hjartað var veikt, áfallið var of þungt.
Þau hjónin ljetust bæði sömu nóttina. Mætti
því segja, að þetta hafi í senn verið fagurt og
átakanlegt.
Hjer er ekki staður til að rekja hið margþætta
starf Brynleifs Tobiassonar. Sá, sem þetta ritar
er heldur ekki á neinn hátt fær um það. Aðeins
skal vikið örfáum orðum að starfi hans hjer við
skólann einsog það kom mjer fyrir sjónir. Þó
margt annað liggi eftir þennan látna eljumann,
þá verður kennarastarf hans við Menntaskólann
á Akureyri — og áður við Gagnfræðaskólann —
ávalt metið sem meginþáttur í lífsstarfi hans.
Mjer auðnaðist að vinna hjer við skólann í
mörg ár í samstarfi við þennan látna vin. Jeg
tala ekki um það, sem okkar fór á milli. Það var
gott.
Allir, sem með Brynleifi Tobiassyni störfuðu,
bæði innan bekkja og utan, munu vera á einu
máli inn, að hann var frábær kennari. Fór þar
alt saman, djúpstæð þekking, skýr hugsun og
framúrskarandi hæfni til að láða nemendur til
M U N I N N 71