Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 45

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 45
tvö brostin augu Það er sunnudagur. Mikið er það annars skemmtileg tilhugsun fyrir skítmokara, svona rétt um hádegið. Engin vinna fyrr en á þriðjudagsmorgun, það virðist næstum því heil eilífð þangað til. Eg ligg endilang- ur undir bílgreyinu rnínu og reyni að bera mig að því að smyrja hin ýmsu liðamót hans, en mér verður heldur lítið úr verki; ilmurinn úr grasinu og römm olíulyktin blandast sarnan í vitund mér, og flugnasuð- ið og sólskinið verka sætdeyfandi á skiln- ingarvit mín; mér finnst ég einhvern veg- inn renna saman við tímann og náttúruna, mér líður yndislega. Dásamlegt er tóm- stundadútlið, svona ætti 'lífið alltaf að vera og.... „Hvað er að sjá til þín, drengur! Mikið var, að ég skyldi finna þig. Sæll annars.“ „Sæll sjálfur," anza ég ólundarlega, aldrei er friður til neins. — „Er ball einhvers stað- ar í kvöld?“ spyr ég síðan til málamynda. „Ball, það veit andskotinn," svarar Jón, „ertu alveg að drepast úr kvenmannsleysi?“ „Hugsaðu um þínar eigin þarfir,“ svara ég í fússi. „Jæja, sleppum því þá. Heyrðu ann- ars, hefur þú nokkuð sérstakt að gera á morguri?" „Nei, ekki held ég það,“ svara ég dræmt, hvers konar málalengingar og vafst- ur er þetta í honum Jóni vini mínum, hann er ekki vanur að’vera svona lengi að tosa neinu út úr sér. „Er ekki riffillinn þinn í lagi.“ Nú, já, það lá svo sem að, að það væri eitthvert „skyttirí" í „bígerð“. Upphátt segi ég: „Já, liann er í toppstandi eins og venjulega. Hefur þú séð eitthvað, sem skjótandi er á?“ „Nei, ekki enn þá, en ertu annars ekki með á hreindýraveiðar á morgun. Ég á þrjú leyfi, og maður verður að nota þau, áður en tímabilið rennur út.“ Þarna er Jón lifandi kominn. Ég glaðvakna á augabragði. Jú, víst er ég með. — Oft er erfitt að vakna á morgnana, og jró einkum, ef seint er farið í bælið á kvöldin. Hestarnir reyndust vera langt í burtu, og það var orðið áliðið kvölds, þegar við Jón vorum búnir að sækja Jtá, og enn Jrá áliðn- ara, þegar við vorurn búnir að tylla undir þá, sem þess þurftu með. Svo var að taka til draslið og síðast en ekki sízt sjálfan sig, svo að klukkan var orðin tólf eða eitt, þegar við komumst inn í draumalandið. En allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi. Tæpum klukkutíma síðar vorurn við komn- ir af stað með allt okkar hafurtask. Við höfðum nauman tírna til stefnu, en langa leið fyrir höndum. Hestarnir voru viljugir, og við héldum í við þá. Betra er að spara orkuna í byrjun og jnreyta sig ekki. Aldrei held ég, að náttúran sé jafn falleg og á síð- sumars- eða haustmorgni. Það er á slíkunt augnablikum, sem manni finnst svo ótrú- legt, að á Jnessum sama stað hafi geisað og muni geisa öskrandi norðan stórhrið og kolsvarta myrkur. Þá er dauðinn fjarrænt og óglöggt hugtak. — En mér veitist lítil ró til heimspekilegra hugleiðinga, enda er för- in alls ekki farin í þeim tilgangi. Jón sér um það. Hann hefur alltaf nóg til þess að tala um. Ég held næstum því, að hann hugsi sífellt upphátt og í samtalsformi. Þótt mér leiðist oft kjaftæði, þreytist ég aldrei á að hlusta á hann. Nú má lesandinn ekki hugsa sér Jón sem neina gamla, reynda og frásagnarfúsa hrein- dýraskyttu. Nei, ekki alveg. Jón er yngri en ég. Hann er hár og ákaflega grannur með SIIINI N N 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.