Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 46
skollitað hár og blá, síkvik augu. Þetta er
Jón. — Tíminn líður fljótt. Það er komið
fram yfir hádegi, og við erum komnir langt
inn á afrétt. Allt umhverfis okkur ríkir
þögn. Jón er þagnaður, hann situr álútur í
'hnakknum og skimar í allar áttir. Ég geri
það sania. Af og til finnst mér ég sjá eitt-
hvað grunsamlegt bera í öldu eða snjóskafl.
en sjónaukinn minn úrskurðar það alltaf
annað hvort sem stein eða mosaþembu.
jÞetta lítur ekki björgulega út,“ segir
Jón, „en við hljótum að fara að sjá þau úr
þessu.“ „Ekki lízt mér á, að svo verði í
bráð,“ svara ég, „við sjáum þau víst ekki
fyrr en undir kvöld, ef við sjáum þau þá
nokkurn tíma.“
Þannig ríðum við áfram klukkutíma eftir
klukkutíma. Við stönzum þó aðeins til þess
af hvíla hestana og fá okkur matarbita.
„Andskoti er merin eitthvað asnaleg und-
ir mér,“ segir Jón, þegar við ríðum upp all-
bratta öldu, „það er eins og Iiún sé pikkuð
og stungin." „Hver fjandinn ætli það geti
verið?“ svara ég, en get þó ekki gert að því,
að mér finnst einhver beygur vera í mínum
Iiesti. Ég er að verða kominn upp á ölduna.
Nú sé ég yfir flóann liinum megin og. . . .
„Uss,“ hvísla ég og beygi mig eldsnöggt í
hnakknum, ég hef séð í horn á hreindýri
yfir öldubrúnina.
Við stökkvum af baki og teymum hest-
ana spölkorn til baka. Blessaðir klárarnir,
þeir hafa skynjað lyktina af dýrunum löngu
áður en við vissum af þeim. Við bindum
hestana niður og köstum af okkur þeim föt-
um, sem þyngja okkur. Við bregðum riffl-
unum upp að augunum til jress að fullvissa
okkur um, að engin móða sé á glerjunum.
Síðan læðumst við áfram, hálfbognir.
Vindurinn stendur af dýrunum, svo að
jiað er engin hætta á, að þau finni jref af
okkur, en sólin skín næstum því beint fram-
an í okkur, og því er líklega slæmt að miða.
Stór steinn er uppi á brúninni, að hon-
um læðumst við. Öðrum megin er annar
minni, ég skríð milli hans og stóra steinsins.
Jón skríður lengra og leggst hinum megin
við hann. Við skríðum nri varlega áfram
með rifflana á undan okkur, unz við sjáurn
yfir flóann. Það er vont sigti á dýrunum, en
ég ketn brátt auga á eitt liggjandi og síðan
á fleiri. Já, þarna eru víst sex dýr og Jrar af
tveir, nei jrrír stórir tarfar.
Færið er um 150 metrar, en rifflarnit
okkar eru ágætir og við allgóðar skyttur, a.
m. k. að eigin áliti. Engin leið er að komast
nær, svo að við verðum að freista gæfunnar
á þessu færi. „Okkur er óhætt að tniða uppi
við lterðakamb,“ hvísla ég. Jón kinkar kolli.
„Ég bauna á þennan lengst ti! vinstri og þú
á þennan lengst til hægri,“ hvísla ég, „síðan
baunum við báðir á Jtennan í miðið.“ Aftur
kinkar Jón kolli, það smellur í rifflunum,
er við spennum þá, ég kent mínum fyrir í
fastasigti. „Til?“ hvísla ég. „Já.“ Einn, tveir,
þrír.
Tarfurinn, sem ég skaut á, hendist á
fætur, hann hleypur nokkra metra og stanz-
ar, ég miða í flýti og hleypi af. Tarfurinn
hleypur nokkra metra og hnígur svo niður.
Aftur geltir riffill Jóns. „Hittir ]tú?“ spyr
ég. „Já, fyrra helvítið, en hinn andskotinn
er horfinn, ég held, að skotið hafi ekki kom-
ið nálægt honurn." Það er víst satt og rétt,
hin dýrin kotna nrt í ljós langt í burtu. Þau
eru á harða stökki, við sjáum þau víst ekki
meir.
„Jæja, það er víst bezt að draga á bark-
ann á Jtessum," segir Jón. Mér finnst, að
Jón eigi að vera ánægður, en hann er það
ekki, hann ætlaði að ná þremur.
Við göngurn í áttina til dýranna, dýrið,
sem ég skaut, er allmiklu nær. „Ætlar þú
ekki að skera þitt?“ spyr Jón. „Nei, gerðu
Jtað heldur,“ segi ég. „Bölvaður ræfill ertu,“
hreytir Jón út úr sér, en brosir þó um leið.
Hann dregur sveðjuna úr slíðrum og. . . .
ég, kappinn, sný mér undan. Mér verður
hálf óglatt. Ræfill get ég verið. Það er
gagn, að faðir minn sálugi og afi sjá ekki til
mín, þeir hefðu sagt, að ég væri ekki af
þeirra ætt. Ég heyri brakið, þegar Jón brýt-
86 M U N I N N