Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 27

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 27
I N MEMORIAM Sá sviplegi atburður varð laugardaginn 29. marz, að fjórir stúdentar fórust í flugslysi á Öxnadalsheiði. Það voru Bragi Egilsson, Geir Geirsson, Jóhann G. Möller og Ragnar Ragnars, allir brautskráðir síðastliðið vor. Minningar- athöfn um ]>á fór fram á „Sal“ þriðjudaginn 1. apríl. Fyrst kvaddi skóla- meistari þá nokkrum orðum, en síðan talaði séra Pétur Sigurgeirsson. — Hér birtist minningarræða skólameistara og kveðjur frá bekkjarsystkinum þeirra látnu. — Fyrir hönd nemenda vottar Muninn hinum látnu virðingu og ástvinum samúð sína. KVEÐJUORÐ (flutt við minningarathöfn á ,,Sal“). Seint á laugardag var ég staddur inni á flug- velli. Þar hitti ég einn stúdentanna frá síðasta vori. Hann sagði mér, að hann væri að bíða eftir flugvél að sunnan, en í henni væru fjórir félagar sínir frá fyrra ári. Þeirra væri von á hverri stundu. „Við fáum að sjá ykkur í kvöld,“ sagði ég við hann, og ég mun hafa bætt við: „Það verður gaman.“ Hann sagði, að þeir ætl- uðu einmitt að koma á skemmtimina í skólan- um, og ég sá þá fyrir mér ganga inn skólagang- inn, hýra á svip, og rétta fram hlýja höndina. Á leiðinni í bæinn gætti ég til lofts, hvort ég kæmi ekki auga á vélina. En himinninn var auður og hljóður, og mér finnst nú eftir á, að einhver ónotagrunur hafi þá þegar læðzt að mér. En ég hratt honum frá mér. Og kvöldið kom, og skemmtunin hófst. Og gleðin var mikil, svo að sjaldan hefir verið meiri. En ÞEIR voru ókomn- i ir. Oftar en einu sinni datt mér í hug að hringja og spyrja. En ég gerði það ekki. „Þeir eru hjá félaga sínum. Þeir koma bráðum,“ hugsaði ég. En svo hringdi síminn. Lengur var ekki hægt að láta blekkjast. ÞEIR voru ókomnir í bæinn. Eitthvað hafði komið fyrir. Og gleðin hljóðnaði. Allir héldu heim. Og ýmsir munu hafa sofið lítið þá nótt. Og morgunninn kom, og grunurinn varð að vissu. Aldrei fyrr hefi ég fundið það eins, að dauðinn er staðreynd staðreyndanna, óhaggan- legastur allra staðreynda. Þar verður engu um þokað. Frammi fyrir þeirri staðreynd verður allt smátt nema kærleiksrík auðmýkt og trú. Þegar ég sá líkin borin í líkhúsið, fann ég betur en nokkru sinni fyrr fánýti margs þess, sem við er strítt daglega. Hér verður ekki rakin saga þessara ungu manna, enda naumast um sögu að ræða. Fram að þessu hafði starfið aðeins verið undirbúning- ur undir annað meira. Lífið sjálft lá fram undan, í hillingamóðu framtíðarinnar. Ég nefni hér að- eins nöfnin: Bragi Egilsson Geir Geirsson Jóhann G. Möller Ragnar Ragnars. Allir höfðu þeir dvalizt hér í skólanum árum saman, 4—6 ár. Allir höfðu þeir búið í heima- vist. Um þá alla eru geymdar hér dýrar minn- ingar, og allir áttu þeir áreiðanlega dýrar minn- ingar héðan. Hér höfðu þeir lifað margar gleði- stundir og eflaust einnig reynslustundir, og þeir höfðu fest tryggð við skólann. Um það var mér kunnugt. Einn þeirra kom hér í haust, rétt áður en skóli hófst, aðeins í heimsókn. Annar, sá þeirra, er ég sá síðastan, var hér fyrir um það bil tveimur mánuðum og fékk hjá mér skóla- merkið. Og þrír þeirra mimu hafa farið í þessa hinztu för einkum til að heimsækja fornar slóðir og blanda geði við gamla félaga, til að rækja trúnað við það, sem þeim var kært. Ég ætla því, að með nokkrum sanni megi segja, að þeir hafi látið lífið fyrir tryggð sína við skólann. Þeir eru þeir fyrstu og einu, sem það hafa gert. Og skól- inn finnur til sektar og þakklætis í senn. Oss M U N I N N 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.