Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 10

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 10
250 HEIMIR á þessu tírnabili og hefir haldist meö svipnöu sniöi síöan. I Ameríkueins og á Englandi, Ungverjalandi oghvarannar- staöar, sem únítaratrúin hefir rutt sér til rúms, hefir hún aöal- lega verið fólgin í auknu andlegu víðsýni og frelsi til að láta mannlega skynsemi velja og hafna, Eölilega hefir breytingin, sem hún hefir haft í för meö sér oft verið hægfara, og únítarar sjálfir hafa oft verið íhaldsamir, en þeir hafa aldrei útilokað úr sínum ifokki nokkurn þann mann, sem með alvöru hefir leitast við að finna hið rétta í trúmálum. Þeir hafa aldrei gert neina kenningu, trúarjátningu eða nokkuð annað að algildandi mæli- kvarða fyrir því,hverju hver og einn, ernefndi sig únítara, mætti trúa. Vegna þessa frjálslyndis — og þetta er hiö sanna frjáls- lyndi — hefir únítaratrúin getað stöðugt tekið eðlilegum breyt- ingum og framförum, hindrunarlaust þegartíminn hefir verið bú- inn að sannfæra hreinskilna og sannleikselskandi menn um að hið nýja. sem við hefir bæzt, liefði varanlegt gildi. Af þessu leiðir, að hver únítari getur nefnt menn eins og Martineau, Channing, Sósínus, Jesús og ótal fleiri leiðtoga sína án þess að skoða sig á nokkurn hátt skuldbundinn til að viðtaka alt sem þeir kendu sem óyggjandi sannleik. Þetta frjálslyndi, sem er hverjum fjársjóði dýrara, vilja únítarar vernda og gera að eigu sem flestra að unt er. Margar trúarskoðanir manna eru skammlífar og breytast skjótt, aðrar vara í gegnum margar aldir og kynslóðir, þó ekki ávalt í sömu mynd. Hin únítaríska stefna er, að prófa alt og trúa því sanna — engu öðru þarf að trúa — og þegar Sann- leikurinn vex, þá að taka því með fögnuði sem merki um fram- för og þroskun mannsins.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.