Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 37

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 37
H E I M I R 2 77 útgefandinn, sem tilheyröi mnbótaflokknum, sein þá var uppi, ritaö bókina }'fir og korniö skoöunuin síns fjokks inn í hana. Þess ber aö gæta, aö á þeim tímum var alls ekki álitiðrangt aö breyta bókuni, bæta viö þær og jafnvel ekki aö eigna þær öörum. Fyrir umbótaflokkinn í Jerúsalem var það hættuminsti vegurinn til aö koma skoðunm sínum á framfæri. Móðurhendur. SAGA EfTIR lÍJÖRNSTJEKNE BjÖRNSON Ertandi kliöur sverðanna við steingólfið bergmálandi frá háa glerþakinu yfir járnbrautarstöðinni, stálhljóðið innanum blásturinn í gufupípunni, ómur af hlátri og samtali innan um þunga lága suöu í hjólbörum, skóhljóð og hávaði af vagnhleðslu. í hvert sinn sem nýr hópur af riddaraliðsforingjum kom inn- um dyrnar með glerhurðinni skarst sverðaglamrið skarpt ígegn- um hávaðann; þaö kornu einnig margir stórskotaliðsforingjar, og talsvert af fótgönguliði varmeð; allir stefndu þeir að sömu vagn- dyrunum í lestinni, þar sein hávaxin, svartkfædd kona með stór, hálf angurblíð og hálf skipandi augu stóð og heilsaöi. Sein höfuöhneiging og aldrei meira. Foringjarnir komu auösjáanlega beina leið frá heræfingn eöagöngu. Konungurinn var í bænusi, fáeinir fyrirboðar hans, nefnilega sænskir einkenningsbúningar, sýndu þaö, Var hann sjálfur þarna? Var beöið eftir honum? Nei, þá hefðu foringjarnir ekki verið þar einir. En konan í vagndyrunum, var það hún, sem þeir leituðu að til að kveðja? Riddaraliðs-yfirforingjafrú þá? Nei, þessi kona hafði ekki alist upp í dálitlu vopnabúri í umgengni við hesta og hestamenn. Henni var líka aðeins heilsað kurteislega. Mennirnir söfnuðust utan um einhvern sem stóö fyrir neðan og sem erfitt var að sjá. Þarna lyftist hvít slæða í hanskaklæddri kvenhendi upp í loftiö; —var þá öll viðhöfnin vegna kvenmanns?

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.