Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 32

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 32
272 HEIMIR Cambridge, Mass., 6. Júní 1910 Kæri Mr. Brynjólfsson:— Eg bið þig aS flytja afsökun mína fyrir hið fimta þing hins Únítaríska Kyrkjufélags Vestur Islendinga að eg, sökum fjar- lægðar get ekki sótt þing það er haldiö veröur aö Mary Hill 16. til 19 Júní. Eg sakna mjög aS geta ekki veriS viSstaddur, og sér í lági hefSi það verið ánægjulegt fyrir mig að sækja þingið, þar sem það mætir í Alftavatnsbyggðinni sem var að svo miklu leiti heimili mitt um fleiri ár. Eg óska Og vona að störf þau er fyrir þinginu liggja gangi greiðlega, og að árarigurinn veröi mikið til styrktar málum okkar. Vinsamlegast. Thorbergur Thorvaldsson Ritari vakti máls á fræSslubókamálinu. Benti á þörfina, sem væri á, að gefa út leiðarvísir til notkunar viS uppfræðslu unglinga í únítarískum trúarskoðunum. Um málið töluSu einnig J. P. Sólmundsson, A. E. Kristjánsson, B. B. Olson og H. Pétursson. Allir lögðu áherzlu á, að brýn börf væri á útgáfu slíkrar bókar. Ennfremur var bent á nokkra örðugleika í sam- bandi við samningu hennar og útgáfu. J. B. Skaptasson lagði þá til, að fundi væri frestað til kl. 8 að kvöldinu og var það samþykt. Eins og tekið var fram í síðasta blaði, var ekki hægt að prenta þennan fundargerning meS hinum, og eru lesendurnir beSnir velvirSingar á því. Ennfremur hefir falliS niður úr fundargerningi fjórða fundar, að geta þess, að Rögnvaldur Péturs- son, A. E. Kristjánsson og G. Árnason voru settir í nefnd, til að semja og sjá um útgáfu kenslubókar. tss^l^fetJ?

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.