Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 33

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 33
HEIMIR 271 Dómarabókin. Allar þjóðir eiga sínar hetjusagnir, sem myndast á meðan þjóðlífið er að komast á fastan grundvöll. Þessar sagnir skj^ra frá afreksverkum manna. er hafa leitt þjóðina á ófriöartímum, eða á einhvern annan hátt hafa áunið sér lof ogaödáun almenn- ings. Utan um endurminningarnar um þessa menn fléttast ótal sagnir, sumar sannar, aðrar bygðar á ímyndun einni; þær ganga fyrst munnmælum um-lengri eða skemri tíma, svo er eitthvað af þeim fært í letur, það varðveitist en hitt gleymist með tímanum. Dómarabókin í Gamlatestamentinu er safn af hetjusögum, sem ná lengst aftur í fornöld Gyðingaþjóðarinnar. Aðal persónan í hverri sögu er einhver hetja, sem á ófriðartímum gerðist leið- togi yfir ættbálki sínum og vann sigur á óvinunum. Viðburðir- nir, sem sögurnar skýra frá snerta að mestu ieyti aðeins þann ættbálk, sem söguhetjan tilheyrir, en þeir, sem síðar söfnuðu sögunum saman hafa gert sér far um að gefa viðburðunum víð- tækari þýöingu. Hvenær sögum þessum var fyrst safnað saman í eina bók verður ekki sagt með vissu. í sinni núverandi mynd ber dóm- arabókin með sér, að hún hefir gengið í gegnum hendurnar á fleirum en eínurn útgefanda. Aliir þessir útgefendur hafa bætt sínum eigin skoðunum við hið upprunalega efni, í smágreinum, sem skotið er inn á milli sagnanna. Sterkasti þátturinn í þess- um viðbætum eru hinar svo nefndu deuteronomisku kenningar, þær birtast í upphafi og endir hverrar sögu, þar sem tekið erfiam, hvers vegna Israel hafi verið yfirunninn af öðrum þjóðum, og ein- nig í all-löngum formála fyrir bókinni sjálfri, kap, 2, 6—3, 6. Hugmynd deuteronomiska útgefandans er, að í hvert sinn sem þjóðiu óhlýönaSist Jahve, guSisínun ot tilbað aðra guði, þá var henni refsað með því, að vera seld á vald einhverri nágranna- þjóðinni, Þessari ógæfu fyldgi jafnan iðrun, og þegar þjóðin

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.