Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 45

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 45
H E I M I R 285 hræösla viö tómleika, sem olli óbærilegum sársauka. Ó, að þaö væri alt búiö! Fariniöarnir voru skoöaöir og dyrunum lokað, hún kom aftur í Ijós í glugganum, sem var opinn. Hún hélt á blómunum í annari hendi og vasaklútnum í hinni; hún grét. Brjóst hennar og herðar fyltu gluggann eins og umgerð, höfuðið með hvíta hatt- inn og blæjuna kom út úr honum. Hvers vegna mála menn ekki þesskonar? Reglurnar bönnuðu aö nokkur færði sig nær, á meöan yfir- foringinn, fylkisforinginn og kvenfólkið stóð umhverfis; aliir stóðu kyrrir þar sem þeir vorU hoinnir. Þar sem þeir, er næstir voru töluðu ekki þögðu allir. Það sást að hún grét, sást að brjóst hennar hreyföist. Hún sá aðra í þoku, og alt saman varð að kvöl. Gat það alt saman veriö einlægt? Gráturinn hætti strax aftur. Einhver fyrir neðan, með viökvæmu hjarta, sem einnig þekti sársauka, spurði hana, hvort þær næðu heiin í dag, og því játaði hún með ákafa. Þá tnundi hún eftir móður sinni og rýmdi til fyrir henni en hún vildi ekki koma að glugganum. Það var jafnvel eitthvað í auguin móðurinnar, sem í svipinn olli sársauka eða hræöslu,—hún gleymdi því, því eimpípublásturinn skildi lestina frá föruneytinu; hópurinn færði sig eitt eða tvö spor til baka. Kveðjurnar voru endurteknar, auknar, hún veifaði vasa- klútnuin sínum, ylurinn kom aftur í augu hennar, nú sleptu þeir sér líka, hún dró þá til sín og þeir hana, þeir gengu á eftir, því nú voru sveitarforingjarnir, allir hinir ungu orðnir fremstir. Nú brutust aðrar tilfinningar út á nýjan hátt. Þeir kvöddu, hrópuðu, kvöddu aftur og hlupu á eftir lestinni. Glamrið í sverðum og sporum, litirnir, handahreyfingarnar og fótaskellirnir örfuðu hana. Hún beygði sig út um gluggann og veifaði til þeirra, en hraðinn var of rnikill, nokkur gálítil tilfinningaskáld hlupu þó með, hinir stóðu kyrrir—stóðu eftir f reykjarsvælunni. Vasa- klúturinn hennar sást ennþá eins og hvít dúfa í dökku skýi. Þegar hún færði sig frá glugganum þurfti hún hjálpar ein- hvers, en mundi eftir augum móður sinnar; voru þau enn- þá eins? Já. Svo lét hún sem hún væri ekki í geðshræringu. Hún tók

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.