Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 5

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 5
HEIMIR 245 siölr ríkiskyrkjunnar ensku voru því á ýmsan hátt óaðgengilegir, ug þegar þaö kotn þangaö sem þaö sjálft réði lögum og lofurri, setti þaö á stofn kyrkju meö fyriikoniulagi samkvfctnt sínum eigiu vilja. Þessi Ný-Englands kyrkja var fyrst framan afmjög þröiig og fhaldssöm, ekki aðeins hvað snerti trúarskoöanir—-þær voru strang —kalvínskar—heldur einnig með tilliti til almennra rét tinda og stjórnarfars. Atkvæðisrétt höfðu þeir einir, sem voru góðir og gildir kyrkjuméðlimir. Öll völd voru í höndum þeirra, sem atkvæðamestir voru í kyrkjumálunum og þá um leið vissir talsmenn þeirra sérstöku skoðana sein kyrkjan flutti. En í stofnun þessarar kyrkju var þó eitt, sem síðar hjálpáði til þess að nýjar skoöanir ruddu sér til rúrns innan hennar, og það var, að hún haföi enga titaða trúarjátningu. Kyrkjan var stofnuð tneö sáttmála (Covenabt') en ekki með trúarjátningu. Trúar- j'átningin var skilin í kenningunum, það var enginn vafl un'i hverju trúa ætti. En seinna þegar menn fóru að efast um það og bera brigður á sumar kenningarnar, var trúarjátningarleysið hjálp fyrir þá frjálslyndari, sem orsakaði það, að nýjar stefnur gátu grafið um sig og náð útbreiðslu á skömmum tíma. Þess var heldur ekki iangt að bíða að nýjar stefnur kæmu. Ný-Englands bygðin var brezk nýlenda, sem stóð í nánu sam- bandi við England. Áhrif gátu því borist þaðan mjög greiðlega. Að vísu var þeim veitt fylsta mótstaða alllengi, en svofórþóað þaö var ekki lengur hægt. Fleiri og fleiri raddir heyrðust á móti þeirri grimdataðferð, að setja menn í gapastokk, gera þá útlæga og lífláta þá vegna skoöana sinna. Trúarbragðalegu áhrifin, sem bárust á 18 öldinni frá Englandi til Ameríku komu að mestu leyti frá frjálslyndum enskum rithöfundum, sem héldu fram um- burðarlyndi og trúfrelsi. I afleiðingum þessara áhrifa áhugsun- arhátt vissra manna er upphaf únítarísku hreyfingarinnar aö finna í Ameríku, þó enn liði nokkur tími þar til nafnið var notað. Trúarbragöalegt frjálslyndi var þá yfirleitt nefnt Arminíska og skoðað sem áframhald af Arminíusar stefnunni á Hollandi, sem getið hefir verið um • En aðal atriðið í þessu vaxandi frjálslyndi var það, að menn voru beturog beturað komast til meðvitundar um rétt einstaklingsins til að hafa sínaeigin sannfæringu í trúa.r-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.