Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 23

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 23
H E I M I R 263 Hinn vandrataði vegur (Ra;Oii flutt í Únítarakyrkjunni í Winnipeg) Sn'll er sá maður, sem öðlast heiir spcki, sá niaður, sem hyggindi hlotnast- Orðskv. 3, 13. Eitt af því elsta sem til er í hinu eldgamla kínverska keisara- ríki er “Taó”—trúin svo nefnda. Oröiö “taó” kvaö þýöaveg- ur, og samkvæmt hinum gömlu helgu bókum, sem hafa kenníng- ar þessarar trúar aÖ geyma, ervegurinn náttúran meö sinni enda- lausu viöburðarás. “Taó”—’trúin er samkvæmt þessun'i sömu bókum réttur skilningur á náttúrunni, veginum og sambandi mannlífsins viö hann. Þaö hefir tiltölulega litla þýöingu fyrir oss, hvernig Kínverj- ar til forna hugsuöu sér þennan veg; hugmyndir þeirra um hann eru nú eðlilega orönar gamlar og úreltar. En er þaö ekki ein- kennilegt og eftirtektarvert, aö þeir skyldu nota oröiö vcgnr til aö tákna aöal innihald trúar sinnar? Hugsunin, sem vafalaust liggur þar til grundvallar er hugsun, sem í raun og veru er mjög almenn í allri trú og öllum lífsskoö- unum; hún er sú, aö í mannlífinu og tilverunni sem heild eigi einhver tilgangur sér staö. Skoöanirnar um þaö, hver tilgang- urinn sé hafa altaf verið margar og mismunandi, eins og allir vita, en þrátt fyrir það má finna í þeim flestum viöleitni til aö útskýra lífiö og tilveruna sem samsafn viöburöa og staöreynda er hafi tilgang í sér fólginn og stefni aö einhverju markmiöi. Látum oss nú takmarka samlíkingu þéssa viö einstaklings- lífiö og viröa þaö fyrir oss í því ljósi, sem hún bregður yfir þaö. Fyrsta villan, sem vér umfram alt ættum aö foröast er, aö þaö sé mögulegt að ákveöa fyrirfram hvaö ætti aö vera lífstil- gangur hvers inanns. Þaö er hægt aö hugsa sér takmark, sem mannlífið alt í einni heild ætti aö stefna aö, og menn eru altaf aö hugsa sér þess konar takmörk og reyna aö sannfæra aöra um aö þau séu rétt, en þegar til einstaklingslífsins kemur veröur alt slíkt ómögulegt vegna mismunandi upplags og kringumstæöna.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.