Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 28

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 28
268 HEIMIR takmark þitt vera ófráskiljanlegt sjálfum þér, að sínu mikilvæg- asta boðörði. Ef menn vilja spyrja hvort þetta sé örugg h'fsregl^., þá er þaö svar að gefa, að það er engin \í{s-fe'gla. Lífsreglurnar koma utan aö, menn setja þjsr hver öörum, þær snerta hina almennu heild. En viljann, innra aflið, sem knýr oss áfram til aö finna vorn stað íheiiiiinum, stað þar sem vér getum starfað, hugsaö og lifaö eins og oss er náttúrlegt samkvæmt voru einstaklingseðli —þann vilja og það afl verðum vér að finna í oss sjálf um. Með þessum skilningi á lífinu og sjálfum oss getum vér ó- hikað treyst því að vér finnum veginn, þó vér sjáum hann ekki allan framundan í byrjun, eða þó hann sé ekki altaf varðaður svo að sjáist af vörðu á vörðu; það er enginn slíkur vegur til, það getur enginn sýnt oss hann. Vér getum aðeins lært aðal stefn- una af öðrum. En veginn sjálfan lærum vér fyrst að þekkja er vér förum hann, með því að vita hvenær oss er hætt við að vill- ast af honum. Týndi sonurinn í dæmisögunni skildi hvar hann var staddur "þegar Jiann kom til sjálfs sín". Hann hafði gengið inn á sniðgötu, sem lá út frá hinum rétta vegi. Eftir þeirri götu gat hann ekki lengi haldið áfram, því hann hlaut að vakna til með- vitundar um.að sitt náttúrlega takmark væri ekki að vera svína- hirðir. I sögunni er sagt, að hann hafi snúið aftur heim til föðurs síns, en það raskar ekki minstu vitund meiningu hennar þó vér segðum,að hann hefði fundið rétta veginn.—Manndómsmeðvit- und hans vísaði honum á bann. Hitt er líka hugsanlegt, að hann hefði aldrei komist til meðvitundar á því, að hann var fall- inn og niðurlægður vegna sinnar eigín villu. Fyrir mörgum hefir farið svo. En þá hefði það getað hjálpað honum, að einhver hefði bent honum á villugötuna og varað hann við henni. Sú viðvörun hefði ekki mátt koma í þessum alþektu orðum, "þú skalt og þú skalt ekki," heldur sem vingjarnleg bending, Þá hefði þurft að sýna honum fram á, hvers vegna hann mátti ekki ganga þá braut, sem hann var að velja, segja honum hvað það þýddi að týna sjálfum sér á henni. Sá sem aldrei glatar neinu af manndómi sínum og aldrei

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.