Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 8

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 8
248 HEI M I R Fyrst framan af gekk allerfiölega aö fá alla til aö taka þátt í nokkurri starfsemi, sem rniöaöi tif flokkseflingar. Channirg sjálfur færöist undan aö vera forseti únítarafélagsins. En marg- ir hinna yngri manna voru ótrauöir starfsmenn, sem voru reiöu- búnir aö leggja alla sína krafta fram til þess aö hin riýja hreyf- ing yröi að ákveðinni stefnu í andlegu líff þjóöarinnar. Þeir veittu félaginu forstöðu, ferðuöust til þess aö útbreiöa únítar- ískar trúarskoðanir, stofnuöu nýjar kyrkjur víösvegar og gáfu út bæklinga og bækur. Mjög miklu var afkastað eftir aö félagið var kómiö á fót fyrir fult og alt. Ekki aöeins í eystri ríkjunurn, heldur einnig vestur á bóginn, í Miðríkjunum, sem nú eru nefnd náði hreyfingin fljótri útbreiðslu í hinum stærri bæjum; og fyrir 1850 hafði hún náð til Kaliforníu. Langflestir þeirra manna, sem stofnuöu únítarakyrkjuna trúðu eindregið á yfirnáttúrulegan uppruna kristindómsins og á- litu kraftaverkasögur biblíunnar sem lýsíngar sannsögulegra við- buröa, er sönnuðu hið yfirnáttúrlega eöli kristnu trúarinnar. Þeir höfðu þá skoðun á Ivristi, að hann hefði veriö annars eMis en aörir menn, en þó ekki guöi jafn. Þeir hölðu að vísu mót- mælt hinni orþódoxu þrenningarkenningu, sem ríkti í kyrkjunni, er þeir höfðu skilið við, en þeir höföu aldrei skoöað ICrist sem mann, eða kristindóminn sern samskonar eðlis cg tiúarbu'f-ð heirnsins yfirleitt. Eðlilega gat þessi afstaöa ekki haldist lengi sem ástand flokksins. Raddir fóru að heyrast, sem neituðu öllu yfirnáttúrlegu í sambandi við kristindóminn og álitu að trú á Krist og tilbeiösla hans væri ekki samrýmanleg viö únítarískt frjálslyndi. Um all- langan tíma bar lítið á þessum röddum; enda tók fyrir allafrarn- för og mestalla trúboðsstarfsemi únftarafélagsins meðan á þræla- stríðinu stóð. Arið 1865 var fundur haldinn í Nevv York ti! að stofna alls- herjar únítarískt félag fyrir öll Bandaríkin og varö þaö til þess að,“The National Conference” var stofnaður. A þessum fundi var mikið rætt um trúarskoðanir únítara. Nokkrir voru eindregið með því að trúarjátning væri viðtekin, en meiri hlutinn, bæði þe r sem mestu vildu hafna af hinum eldri kenningum og nokkiir,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.