Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 13

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 13
HEIMIR 253 Or ýrnsum áttum. Nú um nokkurn tíma hafa blöSin veriö full af fréttum frá Spáni um deilu á milli stjórnarinnar þar ogkaþólsku kyrkjunnar, sem lá viS, aS því er virSist, aS mundi leiSa til innanríkis ófriSar. Spánn hefir öldum saman veriS sterkasta vígikaþólsku kyrkjunnar, og sú var tíSin aS stjórnendur Spánar gerSu páfanum alt til geSs og skoSuSu sig sem verndara kaþólsku trúarinnar. En nú er þetta alt orSiS breytt. Stjórnin vill losast viö öll afskifti kyrkju- nnar af mentamálum og stjórnmálum og neitar aS hlýSa nokk- rum fyrirsögnum frá Róm. StjórnaríoimaSurinn Senor Canalejas sagSi opinberlega fyrir skömmu síSan, aS VatikaniS hefSi fyrir fult og alt tapaS öllum sínum yfirráSum yfir andlegu lífi og mentamálum landsins, og aS þaS hér eftir yröi aS gera sig ánœgt meS aS fylgja fyrirmælum ríkisins eSa verSa fyrir ónáS þess. Klaustur og kyrkjustofnanir verSa aS borgaskatta, og al- þýSuskóla hefir stjórnin í hyggju a5 stofna, sem séu algerlega hlutlausir um trúarbragSalega kenslu. Lítil furSa er þó aS ka- þólska kyrkjan skoSi svona afstöSu stjórnar í landi, þar sem hún öldum saman hefir í raun og veru veriS æSsta vald, sem beina árás á sig. En auSsjánlega lítur spánska stjórnin svo á, aS þaS sé nauSsynlegtfyrir framför þjóSarinnar aS losast sem mest undan yfirráSum kyrkjunnar, og'fer hún sannarlega ekki vilt í því. ÁstandiS á Spáni virSist ennþá vera mjög óákveSiS, enlík- legt er aS ekH verSi mjög langt aS bíSa aSskilnaSs ríkis og kyrkju þar. Atvik, sem pýlega kom fyrir í Portúgal bendir á aS þar séu menn ekki allskostar ánægSir meS afskifti kyrkjunnar í ýmsum málum. Erkibiskupinn af Braga bannaSi útkomu blaSs, sem gefiS var út af Fransiskusar reglunni, án þess aS leita samþykkis hlutaSeigandi yfirvalda. Stjórnin fann aS þessu, ogskrifari páf-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.