Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 4

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 4
244 . H E I M I R Þau bjón voru á meöal hinna fyrstu Islendinga, er fluttu vestur um haf, 1874. Dvöldu þau fyrst nokkur ár ífylkinu Nova Scoíia, en rluttust síöan vestur á bóginn, eins og aörir íslendingar, sem þardvöldu, ogsettust aö í North Dakota í Bandaríkjunum. Tvítugur aö aldri byrjaöi Magnús heitinn að lesa lögfræði og tók próf í henni eftir 3 ár; var hann hinn fyrsti íslendingur, er tók lögfræðispróf í Ameríku. Magnúsi heitnum er svo lýst af þeim, sem þektu hann, að hann hafi veriö dugnaðar maður mesti, kappsamur ogáhugafullur um öll störf, er hann tók þátt í, stefnufastur alv^rumaður, en þó glaölyndur í sinn hóp, örlátur og mjög vinfastur. Vegna lundarlags síns og mannkosta varö hann sjálfkjörinn leiötogi manna í félagsmálum, og báru menn ávalt bezta traust til hans sem leiötoga. Sem málafræðslumaður ávann hann sér hylli og traust. í i 8 ;'ir samfleytt var hann lögsóknari fyrir Pembina County, var þrisvar endurkosinn í þá stöfju. I málafæishistörfum sínumvar hann mjög vandvirkur og réttsýnn. Þeim, sem þektu hann ber öllum saman um, aö hann hari veriö drengur hinn bezti, aö hann hah haft tfesta kosti íslenzks lundarfars til aö bera. Þaö mun liggja í ætt hans. Mannskaöi mikill hefir oröiö viö fráfall hans og söknuður sár vinum og vandamönnum. Þjór3flokkur vor hér sem heild má sakna hans, því hann var öruggur stuöningsmaöur alls þess, sem hann trúöi aö væri honum til heilla. Sérstaklega munu þeir, sem starfaö hafa hér aö útbreiöslu trúarbragöalegs frjáls- lyndis minnast hans fyrir örlæti og stuöning meö ráði og dáð. Upphaf og þroskun únítaratrúarinnar í kristnu kyrkjunni. Framh. Ný-Englands ríkín svo nefndu voru bygð af fólki, sem hafðí yfirgefið England tríiarskoðana sinna vegna. Kenningar og

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.