Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 47
H EI MIR . 287
Til kaupenda Heimis.
Með þessu blaði er sjötta árgangi Heimis lokið. Nokkur
dráttur hefir orðiö ú útkomu blaösins í sumar, sern aö mestu
leyti hefir stafaö af annríki prentaratina. Þann drátt eru kaup-
endurnir beðnir aö fyrirgefa. Framvegis mun veröa reynt aí
fremsta megni að láta blaðið koma út á réttum tíma.
Um Ieif> og útgáfunefndin þakkar öllum þeim, sem hafa
borgað blaðið fyrir skilvísina, og sömuleiöis öllum þeim, sem á
einhvern hátt hafa hlynt að útbreiðslu þess, vill hún vinsamleg-
ast madast til þess, að þeir sem nú skulda því, reyni sem fyrst
að standa í skiiunu Frá fjárhagslegu sjónarmiði er ekki um
annað hugsað en að reyna að láta biaðið bera sig, en til þess að
það geti það þurfa aliir kaupendur þess að borga það.
Treystandi því að menn sjái þetta byrjum vér sjöunda pr-
ganginn og munum gera oss alt far um að gera hann eins vel úr
garöi og oss er framast unt.
Tvö smákvæði.
Eptir Goethe.
í fjarlægð
Ertu burtxi farin frá mér?
FlúSir þú mig snótin blíða?
Ennþá hljóma í eyrum mínum
>orð þitt hvert, og röddin þýða.
Eins og þá um árdags stundu
aúgum rennir ferðamaður,
er hátt í bláum himingeimi
hulinn, syngur fuglinn glaður: