Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 43

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 43
HEIMIR 283 sem hún festi á brjóst riddara síns sem merki um aö hann væri tekinn í riddara tölu. Eitt augnatillit, eitt orö fr.i henni, einn dans meö henni var boröinn. Þai n f inst þeir bera af öörum, þeir höföu eitthvaö hærra og fegurra viö sig þá. Hversu margir reyndu ekki að mála hana eftir minni; hún vildi sem sé ekki láta taka mynd af sér. Þaö varð almenn skemtun aö draga hliömyndir af henni; sumir uröu mjög fimir í því. Með svipuskaftiö í snjónum, með eldspítu og hálfbrunninn vindil, meö skauta á ísnuin. Yfirleitt var þaö riddaraliðinu ti! heiöurs aö svona mikiö var haldiö af henni. Móöurmágur hennar hélt auövitaö, að þaö væri sér aö þakka; en sannleikurinn var, aðauglýsing hans heföi eyöilagt alt fyrir hverri annari sem veriö heföi. Hún þoldi aug- lýsinguna, Nú var hann oröinn út undan, hann skildi ekki sjálf- ur í hvers vegna þaö var. Hann, sem haföi komiö þessu stefnu- móti í framkvæmd stóö þar og sárlangaöi til aö sér væri veitt eftirtekt; en gat ekki vakiö eftirtekt á sér. Alt sem fram fór var eins og einu lofti fyrir ofan hann. Konan hans skemti sér að öllu saman. F)mst í staö haföi hún verið hrædd, þegar þessi undarlega systirdóttir hennar kom á heimili hennar. Hinar íburöamiklu og daöurslegu sýningar- útgöngur meö henni komust samt sem áöur á stig, sem hatin haföi aldrei grunaö. Lestin varö altat béttari og stærri; eftir nærveru konungsins líktist þaö um stund mest umsátri. Flýtirinn óx meö tölunni. Fylkisforinginn hljóp meö eins og sprunginn hestur. Hann geröi sér upp kæti og var óvenju fjörugur; en í raun og veru dróst hann aftur úr, varö ofaukið, jáblátt áfram til fyrirstöðu. Frúin hló aö honum. Hann, sent þegar hann var erlendis, haföi stungiö giftingarhringnum sínum í vasann og var hvenær sein vera vildi tilbúinn aö gera hiö sama—honum var nú stnngiö í vasann eins og tómu vindlaveski. Nú var hringt í annaö sinn, hópurinn komst í hreyfingu, sveröin og sporarnir skröltu, hendur lyftust og kveöjur heyröust. Hún kvaddi og kvaddi hvaö eftir annaö, orðin féllu fljótt, bros og hneigingar voru gefin, meö fjörugum yndisleik, í kviku samræ.ni; hún var á efsta tindi. Stórköflótti ferðakjóll-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.